Undirbúningur fyrir jólamarkaðinn – síðustu 15 mínúturnar

Þeir sem þekkja orðið til Sóleyjar og Tótu eru örugglega algjörlega sammála um að þarna eru frábærar konur sem hafa lagt mikið að mörkum til að koma með fjölbreytieika inn í okkar annars yndislega samfélag, í þetta sinn stóðu þær fyrir „Jólamarkaði Kerhraunskvenna“ og fram á síðustu stundu voru þær að og ekkert slegið af.

Það var ekki frá því að það hvarflaði að manni að þær myndu nú alveg ganga frá sér í undirbúningnum og höfðatalan sem þær bjuggust við að kæmi væri á bilinu 100-150 manns.

Það sem stendur upp úr eftir síðustu 15 mínúturnar er að það er gleðin, viljinn og nennan hjá þeim stöllum, það yljar manni um hjartarætur að fá að vera með og þeim er þakkað innilega fyrir þeirri góða framlag.


.
Tóta var búin að lofa einhverju með heita súkkulaðinu og
auðvitað stóð hún við það

 

það er óþarfi að svelta sig þó von sé á Kerhraunurum,

fréttaritari skannaði eldhúsið og kom auga á súkkulaði og
varpaði öndinni léttar

Tóta gæti þá klárað bollurnar með glas af mjólk og súkkulaði í eftirrétt

Seinna meir var það horfið og úr því hafði orðið þetta þá fína súkkulaði