Þegar Fanny kom til landsins og afleiðingar af komu hennar

Það er alveg frábært þegar fólk hefur þá hæfileika að geta sagt skemmtilega frá, ég varð vitni af því í gærkveldi þegar mér hlotnaðist sá heiður að vera boðið í skemmilegt jólaboð hjá Framsóknarkonum.

Til þess að gera langa sögu stutta þá var það kynnir kvöldsins sem kynnti frambjóðendur m.a. í Reykjavík/Norður en þar ætlar hún Fanný okkar Gunnarsdóttir, Kerhraunari með meiru að bjóða sig fram.

Viti menn kemur þá ekki skýrt fram í kynningunni að hún á ættir sínar að rekja til Hóla í Hjaltadal og þar með skýrist það af hverju hún er svona gáfuð, ekki nóg með það heldur var það tekið skýrt fram eftir hverjum hún var skírð, viti menn er ekki konan skírð í höfuðið á þilskipi sem keypt var til Reykjavíkur árið 1866. Þetta þilskip var og takið nú eftir einmastra jakt og bar nafnið Fanny.

Niðurstaðan er sem sé sú að kona sem á ættir að rekja til menntamanna í Hólaskóla og heitir eftir þilskipinu Fanny getur ekki annað en siglt hraðbyri á þing.