Undirbúningur fyrir G&T daginn 2023

TRJÁKAUPENDUR: MUNIÐ AÐ TAKA STRIGANN OG SETJA HANN VIÐ GÁMINN.

Það væri synd að segja að það væri auðvelt að skipuleggja atburð eins og þennan þegar að verktakar breyta plönum sífellt eftir hvernig vindurinn blæs og það þolir ekki fréttaritarinn enda orðinn of gamall..))))

Á morgun er stóri dagurinn og búið að að skipuleggja trjádreifinguna, moldarafhendinguna, holugröftinn og allar veitingar enda stefnum við að því að hittast við rafmagnskassann kl. 10:00 og vera að til kl. 12:00 en þá mun „Grillarinn mikli“ hann Hans grilla pylsur og þeir sem eru duglegir mega eiga von á að fá 1 kaldann frá Eyjum og örugglega eitthvað meira af skolvatni.

Finnsi gróf 50 holur og fyllti nýju OFF ROAD kerruna af mold þannig að það ætti að auðvelda gróðursetningu, formaðurinn dreifði svo trjám við hverja holu ásamt mér og Finnsa en ég verð að játa að ég slasaði formanninn og það fossblæddi úr hendinni á honum og eina sem ég gat gert var að kyssa á báttið..))).

Nú er bara að láta sig hlakka til morgundagsins og mæta með t.d klippur, skóflur og góða skapið.