G&T dagurinn 25. maí 2013 – Undirbúningur

Það er alltaf mikil tilhlökkun þegar G&T dagurinn fer að nálgast og þeir sem þekkja vel til vita að það er mikill undirbúningur og skipulagning sem liggur að baki slíkum degi. Þrátt fyrir það gleymist þreytan þegar dagurinn rennur upp eða öllu heldur dagurinn fyrir G&T daginn því þá skella tól og tæki á og allt fer á fullt.

Ekki þarf að kynna tóla- og tækjamanninn því allir vita hver hann er, eða kannski ekki, það eru nokkrir nýjir Kerhraunarar komnir á svæðið og því ber að kynna kónginn.

Smári Magnusson (SM) er ókrýndur konungur tækjanna sem alltaf vinnur á G&T deginum og á því varð engin undartekning í þetta skiptið.

 

Minn maður mættur á svæðið með bros á vör
.

Það er ekki nóg að renna í hlaðið því nú var kominn tími til að skilja öll þessi tæki að og það var ekki laust við að það væri glampi af öfund í augum smágröfumannsins….)), en hann þarf ekkert að vera öfundsjúkur því litla tækið hans er eins og máltækið segir „Margur er knár þó hann sé smár“ og nú var komið að Smára að byrja.

.

Ef upp eru talin helstu tæki sem þarf á G&T degi má nefna, vörubíll, bílstjóri, grafa af stærðinni X, gröfumaður, fjórhjólahjólbörur, fjórhjólahjólböruakstursmaður og maður sem kann VEL á fjarstýringu.

 

Flotinn mættur

Fjarstýringaæfing

Smá rigning en fjórhjólahjólbörurnar komnar á krókinn
Hér má sjá að plönturnar frá Skógræktinni eru komnar á svæðið
Komið að því að keyra pantanir heim til viðskiptavinaþetta er
nú frábær þjónusta við kaupendur, ekki satt ??
Sló ekki feilpúst en saga, já saga þurfti lykilinn til þess
að starta tryllitækinu
Fjarstýringin svínvirkaði og niður fór grafan
Gunna svaka ánægð með daginn…))) og vildi mynd af sér með
SMTakk Smári fyrir þolinmæðina