Trjákaupin eru skollin á – G&T dagurinn er 24. maí nk.

Aftur er sumarið komið þrátt fyrir að réttara væri að segja að vorið sé komið, stjórnin er komin á skrið með að skipuleggja vor- og sumarverkin og við eigum langt í land með að týnast í skóginum.

Félagið og félagsmenn  vinna markvist að því að gróðursetja og nú er komin tími til að bjóða trjáplöntur frá Skógræktinni á gamla góða 2012 verðinu.

Það er von stjórnar að þið nýtið ykkur þetta hagstæða tilboð því eins og einhver góður maður sagði þá er það þannig að „þegar 2 tré mætast, þá er kominn skógur“ og það mun gerast hjá okkur einn daginn.

 

P1030996-670x300

Rusty er mjög spenntur fyrir G&T deginum

Í boði eru eftirfarandi tegundur:

Stafafura 0,5-1 m – kr. 1.900
Stafafura 1-1,5 m – kr. 3.800
Birki 1,5-2 m – kr. 3.700
Lerki 1-1,50 – kr. 2.900
Alaskaösp 1,5-2 m – kr. 3.300
Sitkagreni 1-1,5 – kr. 7.100
Sitkagreni 1,5-2 m – kr. 9.900
Rauðgreni 1-1,5 – kr. 6.100
Blágreni 1-1,5 – kr. 7.300

Það er einlæg von stjórnar að þið nýtið ykkur þetta hagstæða tilboð og eins og kom fram á aðalfundi gætuð þið látið ykkur nánustu njóta líka svo fremi að pláss sé á flutningabílnum.

Pantanir sendist á  kerhraun@kerhraun.is fyrir lok dags 5. maí nk.