Þorrablót 2. febrúar 2013 – koma gestanna

Nú er komið að því að kynna þorrablótsgesti sem fóru týnast í hús á réttum tíma eða kl. 18:30, eins og komið hefur fram þá varð myndasmiðurinn að vera frekar frár á fæti og vera kominn á staðinn áður en gestirnir færu að streyma að til að festa sem flesta á mynd til að setja í „Banka minninganna“, við eigum svo mörg okkar eftir að hafa gaman af þessum myndum þegar fram líða stundir.

Hver man ekki eftir undirbúningsfundi nefndarinnar þar sem húsbóndinn fór í hugleiðslu á miðjum fundi, þess vegna kemur hér smá innskot sem tilheyrir myndinni hér að neðan, er eitthvað á seyði í húsinu sem fær ótrúlegustu menn til að setjast í íhugun?.

 

Það þarf enginn sem ekki mætti á þorrablótið að örvænta að kvöldið hafi verið í þessum dúr, ó, nei, nei, þessi kafli fjallar bara um komu gestanna og fréttaritarinn þarf að ritskoða og yfirfara mjög vandlega efnið sem sett er út svo ekki fara illa og hann verði settur af.

 

 NÚ HEFST UPPTALNINGIN

 

Fyrst til að mæta voru nefndarfólkið Auður og Steini enda þeirra starfi ekki alveg lokið

Auður var með þetta allt á hreinu, maturinn skyldi á borðið fyrr en seinna

.
Ekki leið á löngu þar til bílljós lýsti upp hlaðið og út úr bílnum valt fullt af fólki
.

.
þarna voru á ferðinnu Sóley og Gunni með einkabílstjóra og
allan matinn meðferðis
.

.
Fyrsti skammturinn í hús og svo meira og meira

Hver man ekki eftir tilhlökkunarstiginu sem nefndarmenn
fóru á seinnipart laugardagsins
.

.
á þessari mynd má sjá þegar þessu stigi er aflétt,
það er bara að skellihlæja af engu og
skella troginu á borðið
.

Þegar Lúðvík og Lovísa komu var Lúlli mjög dreymandi á svipinn
og horfði hugfagninn á „vatnsflöskuna“
.

.
Það kom svo í ljós þegar nánar var að gáð að þarna var á ferðinni mjög merkileg flaska

„Lúllalindarvatn“ heitir innihaldið eða eitthvað í þá áttina og það skal tekið fram að þetta er auðvitað óáfengt
.

.
Hver haldið þið að hafi komið næstur, enginn annar en maður
á sextugsaldri sem heitir Elvar J. Eiríksson, þessi merkismaður átti afmæli einmitt þennan merka þorrablótsdag og meira að segja merkisafmæli.

Það er von okkar allra í Kerhrauni að „karlinn“ haldi upp á daginn þegar daginn tekur að lengja og við lofum að koma öll
og gera okkur glaðan dag með honum.
.

.
Birgitte var stórglæsileg að vanda og gladdist mjög yfir aldri manns síns
.

.
Það eru engin þorrablót nema að rannsóknarlögga sé á staðanum
og ekki skemmmdi fyrir að hjúkkan var líka,
það kom í ljós sienna um kvöldið þegar mikið lá við að sanna hvernig mannslíkaminn er gerðurVelkomin Ásgeir og Kristín
.

.
Sumir voru farnir að halda að formaðurinn hefði orðið
strandaglópur í Niðurlandinu
en auðvitað veður hann eld og brennistein til að missa ekki af þorrablótinu
.

.

og líka til að vera með henni Tótu sinni heila kvöldstund
.

.
Oddný, já hún heitir Oddný hún Tóta okkar og hún er alltaf jafn sæt

Tóta bauð Rögnu Jónu systur sinni og Jóni (Nonna) manni hennar á þorrablótið vonandi tókst okkur að sannfæra þau um að
í Kerhraunini ættu þau að eyða ellinni
en bara þegar að henni kæmi
.

.
Þá var nú loksins komið að því að hinn eini sanni gleðipinni birtist, enda fór ekki á milli mála þegar hann geystist upp hæðina
í áttina að Bjartalundi, það voru allir samála um að þarna væri á ferðinni síðbúið jólatré, af hverju héldu menn og konur það,
jú það voru svo mörg ljósin og út um allt og allt um kring að fólk átti mjög auðvelt með að ruglast á þessu,

En Hummerinn rann sem sé í hlaðiið með Gestrúnu og Garðar og Svana ver ekki lengi að bjóða þau velkomin
enda myndast þau alltaf svo vel saman þessi hópur
.

.
Garðar slær aldrei feilhögg þegar kemur að dressum eða dressútfærslu
.

.
svo skellti hann sé í sérútbúna þorrablótsskó og var til í slaginn að eign sögn

Hér eru á ferðinni heiðurshjónin Hallur og Steinunn (Ninna) og mikið gladdist nú Guðrún að sjá þau mæta
enda tími til kominn fyrir manninn að sletta úr klaufunum, búinn að vera í þvílíku straffi út af fótbrotinu
.

.
Hér hefst niðurröðun fæðunnar á matarborðið og Auður var ekki
lengi að úthugsa uppröðunina, allt var að verða tilbúið
og nú var bara að kalla upp húsráðendur
til að flauta til leiks

.

.
„Þorrablót Kerhraunarar 2013“ er alveg að skella á