Þorrablótið verður haldið laugardaginn 2. febrúar 2013

Sóley og Gunni hafa alla tíð verið mikið bjartsýnisfólk, alltaf eru þau hjón jafn sannfærð um að hlutirnir gangi upp þrátt fyrir að sumir séu ekki alveg eins sannfærðir en það er bara gott að fólk sé svona trúað því þá vinnur það að því að láta hlutina verða að veruleika og nú fá sum okkar að njóta þess að vera á „Blóti 2“ sem haldið verður í Kerhrauni um næstu helgi.

Svana og Guðbjartur buðu fram húsnæði og mikið erum við þakklát fyrir þeirra framlag.

Undirbúningfundur var boðaður um síðustu helgi, þar var lagt á ráðin hvað yrði í boði, kjammar, pungar, harðfiskur, pottréttur, drykkir og margt fleira, eins og sjá má á myndinni þá voru veigar á undirbúningsfundinum enda nefndin að ljúka störfum þegar myndin er tekin.

.
Sætust..)))))

Það má margt lesa úr myndinni hér að neðan og leyfir fréttaritari sér að túlka hana á sinn hátt.

Nefndarstörfum er lokið en tveir nefndarmanna vilja ræða málin nánar, gestgjafinn sem er löngu sammála öllu sem kom fram á fundinum og hefur engu við málið að bæta hefur ákveðið að vera algjörlega hlutlaus og því tekur hann til sinna ráða og lignir aftur augunum.

Fyrr en varir er hann ekki lengur á staðnum heldur er hann kominn í einhverja sveit, þar horfir hann yfir túnið þar sem féð líður áfram og hann hugsar með sér „Ó, hvað ég er heppinn, næsta laugardag verða eitthvað af þessum elskum að mínum borðum“ og það færist yfir andlit hans þessi værðarsvipur sem sjá má á myndinni.

Strákar, Guðbjartur er orðinn þreyttur..)))