Þorrablótið sem haldið var 2. febrúar sl. tókst með afbrigðum vel – þakkargjörð

Það verður aldrei hægt að segja að þeir hafi EKKI skemmt sér æðislega þeir Kerhraunarar sem mættu á þorrablótið sem haldið var um síðustu helgi í Bjartalundi, húsi Svönu og Guðbjarts. Þau hjón voru svo góð að bjóða fram húsnæði, það þarf kannski ekki að taka fram hversu huggulega þau búa en það er samt ástæða til því þau voru búin að endurskipuleggja allt frá gólfi og upp í rjáfur til að koma öllum vel fyrir og á blótinu var eins og við værum í 500 fm. húsi. Þau hjón fá enn og aftur þakklæti frá okkur hinum fyrir þeirra framlag.

Það vita allir að þegar Sóley fær hugmynd þá gefst hún ekki upp fyrr en hún er komin í framkvæmd og í þessu tilfelli er það náttúrulega bara alveg frábært því við njótum góðs af þessari eljusemi hennar. Sóley tók að sér innkaupin og gerði þau að mestu snilld eins og við urðum vör við þegar við fórum að borga og geri aðrir betur að hafa þetta svo ódýrt, við fengum næstum borgað með okkur.

Auður kom líka mikið við sögu, hún fór til Sóleyjar og annaðist þar verk sem ekki verður hægt að telja hér upp, þau voru svo mörg…)) en svona í lokin þá eiga allir sem að þessari framkvæmd komu, einnig makar þessara kvenna miklar þakkir skilið, mikið er tilfinningin skemmtileg þegar hugsað er til þess að það er bara 1 ár þar til blótað verður aftur og að þá verði þetta sungið.

 

Þorrablótið við höldum í kvöld
og hér ríkja söngsins og gleðinnar völd
og nefndin frá upphafi dmæmdist í dag
að duga til starfsins og syngja eitt lag.

Fundur var haldin og rösklega rætt
ráðdeild sem fjárhaginn gæti nú bætt.
Með fimmhundruð krónur og þúsundir þrjár
þótti okkur hendur þá fullar með fjár.

Svo varð að kaupa hér kviðsvið og fisk,
vel kæstan hákarl og færa á þinn disk.
Slátur og hangikjét, hausa og allt
hamingjusamur þú éta nú skalt.

Með þessu drekkum við vatn eða vín.
Víst komast allir þó loks heim til sín.
Í glasinu brennivín íslenskt nú er,
ágætis byrjun í kvöld handa þér.

Og nú verða allir að leggja okkur lið,
lagnir að smeygja sér fram – útá hlið.
Og þá verður alls ekki torvelt ég tel
að taka til matar og GJÖRIÐ SVO VEL!!