Þorrablót Kerhraunara verður haldið 6. febrúar nk. í 54

Þeir missa alltaf af miklu sem ekki leggja leið sína á „Þorrablót Kerhraunara“,  sem að þessu sinni verður það haldið að Hraunbrekku 54 þann 6. febrúar nk. hjá Siggu í Rekstrarvörum og hennar fólki og hefst kl 19:30.

Fyrst þarf að byrja á því að þakka Siggu & CO fyrir lánið á fallega húsinu þeirra og gaman að segja frá því að þetta er ekki í fyrsta skipti sem þorrablótið er haldið í þessu húsi, ó nei, fyrsta þorrablótið var haldið þarna hjá Garðari og Gestrúnu og gleymist seint ef þá nokkurn tíma því þvílík var gleðin og þetta er eina myndin sem var birtingarhæf.

2011_p1030234
Að vanda er markmið þorrablótsins að skemmta sér og skemmta öðrum með þema. Í ár er þemað „Couleur rouge“ og það þýðir að allir verða að skarta einhverju rauðu og auðvitað verða verðlaun fyrir hugmyndaríkustu hugmyndina þó ekki veitt verðlaun fyrir rauðvínsdrykkju. Fanný sagði að það mætti alveg segja frá því að hún ætlar að leika „Rauðsokku“ og það er vitað að Hörður varð ekkert hissa því hún er í því hlutverki allt árið. og reiknar því með verðlaunum enda hlutverkið þaulæft.

Í fyrra var það „Hattaþema“ og þar voru margar skemmtilega útfærslur og gott að sýna gestagjafa 2014 með hattana sem þau skörtuðu.

115

Auðvitað verður hin árlega „Spurningakeppni Kerhraunara“ og í ár er hún létt því spyrjandi var farinn að halda að þorrablótsgestir væru allir úr Kelduhverfinu svo lítið vissu þeir, nei segi svona…)) en sigurliðið gladdist svona svakalega yfir „víbrandi eggjum“ sem þau fengu að launum eins og neðangreind mynd sýnir.

145

Safn brandara í ár er ekkert nema fyrir ofan mitti því Gunna gat varla lesið brandara fyrir hlátri, henni fannst þeir svo fyndnir en Fimleikafélag Kerhrauns hefur verið í stífum æfingum í ár og aldrei að vita hverju þau taka upp á. Svo er alltaf matur og drykkir í hófi en auðvitað er það aðalatriði kvöldsins sem kynna þarf og það eru hinir einu sönnu „3 bandídos“ sem leika og spila á gítara og auðvitað tökum við undir þegar þeir eru ekki að syngja æfð lög sem þeir hafa raddað og útsett.

Ef einhverjir átta sig ekki á hver sá þriðji er þá er það annar Verslóspilarinn 2014 hinn eini sanni Reynir í Betra bak ásamt þeim Lúlla og Alla sem allir þekkja. Það verður að segjast alveg eins og er að fréttritari getur bara ekki beðið efir því að hitta þorrablótsgesti sem auðvitað mega troða upp og gleðja okkur hin ef einhverjum sýnist svo.