Það er líka voða gaman á aðalfundi

Það er gaman að segja frá því að það eru alltaf nokkrar mínútur á aðalfundi sem eru meira skemmtilegar en aðrar.

Þar sem úr stjórn fara þrír á þessum fundi kvað Fanný sér hljóðs og auðvitað var það til að færa þeim sem nú hætta smá þakklætisvott frá okkur hinum sem njótum góðs af en fyrst sá Fanný til þess að það væri til kaffi, allavega fram að miðjum fundi.

IMG_2959

IMG_3002

Af svip þeirra beggja má lesa að eitthvað hræðilegt sé að fara að gerast en svo var nú ekki,
því miður missti hirðljósmyndarinn af afhendingu til formanns og engin mynd af BÍBÍ hans Lúlla.

IMG_3005

Steinunn er guðslifandi fegin að hætta og faðmar Fanný, en reyndar er hún svo glöð með nýju luktina sína

IMG_3006

Ekki var Sóley síður ánægð með sína lukt sem auðvitað var keypt í Húsgagnahöllinni.

IMG_2999

Það er nauðsynlegt að taka stöðuna eftir fundinn. Fyrrverandi og núverandi.

IMG_3001

Kaffisopinn er góður og takk fyrir skemmtilegt kvöld með sólarlagi, þrumum og norðurljósum í lokin.

Sjáumst að ári.