Tæknilegar upplýsingar jarðveitna


Almennt um hitaveitur í sumarhúsahverfum – Samantekt

TÆKNIUPPLÝSINGAR JAÐARVEITNA (Upplýsingarblað OR)

 

Hitaveita: Við hönnun hitaveitunnar er gert ráð fyrir að hitastig vatns til notenda verði að lágmarki 50 °C og að lágmarksþrýstingur sé 2 bar. Orkuveitan getur þó ekki ábyrgst að þetta náist í öllum tilvikum, sérstaklega í dreifðari byggðunum. 

Orkuveitan bendir eigendum sumarhúsa á veitusvæðinu á, að gæta þarf vel að rekstraröryggi hitunar og neysluvatnskerfa sumarhúsa og að forsendur eru ýmsar aðrar en í íbúðarhúsum í þéttbýli. Mesta öryggi hitakerfis næst með því að koma upp lokuðu hringrásarkerfi. Til þess þarf varmaskipti, hringrásardælu, þensluker og tilheyrandi búnað, sem staðsettur er í utanhúss tengiskáp. (Sjá nánar í LAC-703; Jaðarveitur OR – tengigrind fyrir sumarhús – Grímsnesi tillaga).  

Á hinu lokaða hringrásarkerfi er síðan frostlögur. Ef ekki er notað lokað hringrásarkerfi geta skemmdir á hitakerfum af völdum frosts leitt af sér leka á heitu vatni inni í hús, með slæmum afleiðingum, ekki síst í timburhúsum. 

Ennfremur er ítrekað að huga þarf vel að öryggi heitra neysluvatnslagna og að þær séu lokaðar og tæmdar þegar ekki er stöðug viðvera í húsum. Orkuveitan leggur til að settur verði upp rofastýrður segulloki á neysluvatnsgrein sumarhúsa, sem húseigandi lokar á meðan engin viðvera er í húsinu. Þar með er tjón lágmarkað ef til rekstarstöðvunar veitunnar kemur. 

Þar sem ekki er dagleg viðvera í sumarhúsum er nauðsynlegt að setja upp tengiskáp utandyra. Í því felst mikið öryggi í samræmi við það sem að ofan greinir. Orkuveitan hefur á boðstólum tengiskápa sem uppfylla sett skilyrði um einangrun, stærð og styrk.

Orkuveitan býður þessa skápa á góðu verði og annast uppsetningu þeirra fyrir húseigendur ef óskað er. (Sjá neðanmáls upplýsingar um skápa fyrir Kerhraun) 

Húseigendum er frjálst að setja upp sína eigin tengiskápa. Orkuveitan leggur fram lýsingu álágmarkskröfum um gerð og útfærslu þeirra. Í tengiskápana er komið fyrir hemlagrind veitunnar og öðrum nauðsynlegum tilheyrandi búnaði. Í tengiskápana er kaldavatnstengigrind jafnframt komið fyrir. Húseigendur annast sjálfir allar lagnir frá tengiskáp í hús sín. Þær lagnir eru í eigu, umsjón og á ábyrgð húseigenda. Húseigandi skal gæta þess að ekki sé hætta á að vatn frjósi í inntaki eða tengigrind sem staðsett er í tengiskáp. Hann skal tryggja óhindrað rennsli heita vatnsins gegnum inntak, tengigrind og stjórnbúnað hússins til varnar frosthættu. 

LAC-720-02 2
Hluti af hitunarkerfi sumarhúsa eru lagnir í jörðu þar sem afrennsli hitakerfa og frárennsli frá heitum pottum er tryggt nægjanlegt flæði út í jarðveginn. Þessi búnaður er eign húseigenda, á ábyrgð hans og í umsjón. Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins hefur gefið út leiðbeiningar um frágang lagna í jörðu í þessum tilgangi Rb(53).012. Við sumarhús skal ávallt koma fyrir grjótsvelg í jörðu í þeim tilgangi að veita afrennsli hitaveitunnar niður í jarðveginn. Þar sem jarðvegur er gljúpur nægir oft grjótsvelgur einn og sér. Þar sem jarðvegur er þéttur og tekur illa við vatni, mælir Orkuveitan með að húseigendur til viðbótar grjótsvelg tengi við hann siturlögn sem komið er fyrir á frostfríu dýpi.  

Það fyrirkomulag lagna í jörðu sem húseigandi velur er ávallt háð samþykkt byggingarfulltrúans á veitusvæðinu. 

Heitt vatn er selt um hemil, þannig að hámarksrennsli til sumarhúsa er takmarkað. Vatnsrennslið er mælt í lítrum á mínútu (mínútulítrum) og lágmarksskammtur er 4 mínútulítrar. Þeir duga að öðru jöfnu til upphitunar á meðalstórum sumarbústað. Margir auka við skammtinn til að fá aukið rennsli í krana, heita potta eða sturtu. 

Pípulagningameistari hússins þarf að vera viðstaddur áhleypingu hitaveitunnar ef um opið kerfi er að ræða, en einungis húseigandi ef kerfið er lokað hringrásarkerfi. Aðeins fulltrúar frá Orkuveitunni mega framkvæma áhleypingu heits vatns á húskerfi. Athuga skal að þótt fulltrúar Orkuveitunnar viðurkenni tengiútfærslur húseigenda gagnvart áhleypingu, felur það ekki í sér neina ábyrgð Orkuveitunnar gagnvart hugsanlegum rekstrartruflunum í húsveitunni. 

Til að áhleyping hitaveitu geti farið fram þarf eftirtalið að vera uppfyllt:

Heimæðagjald frágengið.Hita- og neysluvatnskerfi fullfrágengið.Frárennslisbúnaður í jörðu fullgerður.Tengiskápur uppfylli kröfur veitunnar.Aðgengi að tengiskáp tryggt.  

(Upplýsingar eingöngu fyrir Kerhraun)

Rétt er að komi fram að þetta eru upplýsingar frá Orkuveitu Reykjavíkur varðandi Grímsnesveitu en ekki er gerð krafa í Kerhrauni til þess að tengiskápar séu úr blikki heldur að húseigendum er frjálst að að hafa skápana úr því efni sem þeir kjósa en rétt er einnig að benda á að einangrun þeirra er æskilegust með svampi en ekki steinull eða álíka efni. Að öðru leiti er gerð sama krafa til skápana í Kerhrauni og hjá OR. Rétt er að benda á að OR er með tvær stærðir á skápunum. Í mörgum tilfellum hafa sumarhúsaeigendur varmaskipta og hringrásardælu innanhúss en hemill, slaufuloki osvf. er þá staðsettur í skáp utanhúss. Mælt er með því að hafa skápinn staðsettan utan á palli eða álíka, síður upp við húsvegg, ástæðan er sú að ef eitthvað hendir með tengingar, rör eða annan búnað inni í skápnum þá á heita vatnið ekki greiða leið inn í húsið sjálft. 

Púkkgryfja, fyrir affall, eru ekki nauðsynleg í nærri ollum tilvikum en þó verður affalið að geta runnið niður í jarðvegin hindrunarlaust. Það er best gert með því að fara vel niður fyrir frost, ca 1,2 -1,3 metra.  

Gjall, hraun og álíka jarðvegur er í flestum tilvikum lekur og ætti það ekki að vera vandamál ef farið er með affallið niður á frostfrítt dýpi. 

Ef langt er niður á fast þar sem mold, jökulleir er allsráðandi þá er sennilega heppilegast að gera púkkgryfju, ca, 2 x 2m allt niður á 2,2m og fylla upp ca 1m af grófri rauðamöl, setja jarðvegdúk yfir mölina og fylla síðan aftur yfir með 1,2 m af mold. 

Skápur minni

Skápur stærri

Nytum orkuna betur