&T dagurinn 2015 endaði með því að verða G&T dagurinn 2015

G&T dagurinn rann upp bjartur og fallegur og örugglega besti dagur ársins til þessa, hefur dagurinn verðið annar af tveimur dögum sem Kerhraunarar hittast og gera sér glaðan dag, í ár stóð stjórn frammi fyrir því að breyta þessum degi þar sem framkvæmdir ársins breyttust, það fé sem átti að fara í þennan dag fór í veginn og því varð að snúa vörn í sókn og gera bara eitthvað annað, t.d. að fegra svæðið.

gogt

Það segja örugglega margir að þetta hafi verið góð skipti  en auðvitað er líka meðal vor stór hópur fólks sem vill fara að sjá meiri gróður á svæðinu og sést það best á því hversu margir nýttu sér tilboð stjórnar og skelltu sér á gullfalleg reyni- og grenitré.

Auðvitað fékk félagið svo tré að launum fyrir góð viðskipti og ekki má gleyma „dósatrjánum“ svokölluðu, það er tvö grenitré sem félagið keypti fyrir þær flöskur og dósir sem við setjum í tunnuna við hliðina á ruslagámnum.

Nú segjum við enn og aftur, dósir og flöskur í tunnuna og heimilisrusl í ruslagáminn og þið getið verið viss um að það verða fleiri en tvö tré gróðursett á næsta ári fyrir innkomuna.

Það voru nokkur verk sem gera þurfti eins og, laga skiltin. mála stóra skiltið, setja sumarblóm við innkeyrsluna, steypa niður undirstöðuna fyrir fánastöngina, laga Kerbúðina, klippa dauðar greinar við göngustíga, hreinsa einangrunarplast af stóra svæðinu, koma fyrir og mála húsgögnin sem voru sett „Útí móa“, gróðursetja „dósatrén“ og líka „gjafatrén“, undirbúa pallaveilsuna og svo að enda með því að njóta þess sem Sóley bauð upp á og kíkið á neðangreindar myndir.

01f93cd6e890ad349902b22830f4ea6b0258c0dc3e

Sóley er bara búin á því eftir langan og strangan undirbúning, eða er hún að kíkja á Rusty?

0161ba1e6664127537976258905c4571b304fa68c2

Nýútskrifaða Tóta – fer henni vel að vera rauðhærð, alltaf að segja henni það

01659985168f4907094c6bd02aa4a0f3496afbb745 Turtildúfurnar sem tóku undir sig „Hjónadyngjuna“

photo 1

Hún er sko „Kvennaskólapía“ og stendur 100% undir því nafni

photo 2

Finnsi dauðfeginn að fá eitthvað að borða, konan hugsar bara ekkert um hann…))))

Hörður, bara bjargar sér sjálfur enda vanur því segir hann..))

photo 3

„Amma myndar“ var alveg komin að því að „snappa“ og mundi bara ekkert eftir hvað eða hvern hún hafði myndað

Vilhjálmur virðist steinhissa á sjálfum sér, aðallega að hafa látið draga sig á pallinn..))

Finnsi er enn að, hann borðar pylsur en Villi ekki

photo 11

Þessi þrjú eru hin „þrjú fræknu“ enda mætt á alla G&T daga

photo 5

Tveir bræður

01488958027bc30ea89ba6df83c50f650a527a217a

Fréttaritari getur með engu móti fundið myndir af Rut & family, þannig ef einhver á myndir af pallapartíinu þá sendið mér please. Við þökkum Sóley innilega fyrir dugnaðinn sem endranær, hún slær ekki feilhöggin.

Dagurinn fór vel fram þó fólkfjöldinn væri ekki mikill, verðum við ekki að segja að það er ekki fjöldinn sem gerir gæfumuninn heldur þeir sem komu og lögðu hönd á plóg, það eru þeir sem stuðla að því að gera Kerhraunið okkar enn fallegra og auðvitað á fólk að láta sig málið varða.