Sumarverkin hafin – ekki gróðursetning – trjáfelling

Þrátt fyrir að „Sumardagurinn fyrsti“ sé kominn þá þýðir það að sumarið er komið en ekki komið það hitastig sem alla dreymir um, það hlýtur að koma með hækkandi sól og við gerum þá kröfu að sólin láti sjá sig alla daga til 20. september nk.

Eftir að hafa verið í hitasvækjunni á Flórída var kominn tími til að kæla sig niður og skreppa í Kerhraunið og kanna aðstæður, oftast er það nú þannig að byrjað er að huga að hvar megi hola niður nokkrum plöntum, í þetta skipti var því öfugt farið, nú skyldi fara í að fella nokkur tré sem er synd því þau eiga sér svo skemmtilega sögu að baki.

„Einn fagran sunnudag árið 2014 að vori  þá brugðu nokkrir Kerhraunar undir sig betri fætinum og ákváðu að skella sé niður í Flóa, þar voru slatti að grenitrjám sem hægt var að fá og því kærkomið að ná sér í nokkur tré. „Græna þruman“ var höfð með í för og átti að vinna afrek við upptöku trjánna. Það var spenna í lofti þegar staðurinn fannst og þar voru líka mörg falleg tré sem við rendum hýru auga til.

Hafist var handa að ná upp meðalstóru tré, það kom samt fljótt í ljós að „Græna þruman2 fór alveg á nefið og rembdist og remdist en fékk við ekkert ráðið, hvað var til ráða?, jú, stökkva á næstu stærð og kanna hvort eitthvað gengi betur, satt best að segja gekk þetta ekki alveg eins og til var ætlast og stærðin á trjánum komin í stærð SMALL. Upp var tekinn fjöldi tráa með aðferð sem í raun er notuð til að deyða með..)

Hvað sem því líður þá var þetta ágætis ferð og meðan karlarnir púluðu sátu ég og Fanný á trjádrumb og úðuðum í okkur súkkulaði..)))

Hans brenndi eina ferð í Kerhraunið með tré og kom aftur og í Kerhraunið brunuðum við með 3 fullar kerrur af trjám, þeim var svo komið fyrir og beðið fyrir þeim að þær fengu að lifa sem við vorum eiginlega ekki trúið á.“

Það er skemmst frá því að segja að eftirfarandi myndir sýna að ekki lifðu þau hjá mér og syrgi ég þau því þau gáfu skemmtilegar minningar við það eitt horfa á þau fyrir utan gluggann jafnvel þó dauð væru.

7

 „Græna þruman“ ræður vel við þetta

5

 Þarna féll fyrsta greyjið með stæl

1

Æ, þetta er bara sorglegt en nú eigum við eldivið

Veðrið hafði verið  svo yndislegt þessa löngu fríhelgi og til að minna á sig þá ákvað veðurguðinn að hella nokkrum éljum yfir svæðið sér til gamans, það stóð þó ekki lengi yfir og það sem eftir lifði helgarinnar var veðrið æði.

2