Það á að lifa lífinu lifandi – golf er gott fyrir alla

Þegar kíkt er í blöðin þá er það alltaf eitthvað sem maður rekur augun í og í dag var ég að fletta á netinu og sé þá andlit sem ég kannast vel við. Þegar betur er að gáð þá er þetta mætur Kerhraunari, enginn annar en Alli og ég ákveð að þessu verði ég að koma á síðuna okkar, viti menn við að fletta aðeins lengra niður rek ég augun í frænku mína og hvað sé ég, er þetta ekki hann Lúlli okkar, ja svei mér þá ef ekki satt reynist og ef þetta er rangt þá á hann sér tvífara.

Sem sé eftir að hafa leikið á þorrablótinu þá hafa þeir notað greiðsluna til að skella sér í golfferð og mæta svo ekki á aðalfundinn..))  Þeim verður fyrirgefið því hvað er betra en að lifa lífinu lifandi?

 

alli í sólinni

KÁTIR Í SÓLINNI.
Bjarni Sigurðsson er prímusmótor og heldur vel utan um mótið, ferðir og gistingu. Öllu er til tjaldað og er sérlegur alþjóðlegur dómari fenginn til að allt fari eftir settum reglum: Aðalsteinn Örnólfsson.

lúllí

Anna Björk skemmtanastjóri neyddist til að sleppa golfinu, sem voru henni mikilvonbriðgi og Lúlli greinilega þorir ekki að sýna ánægju sína með síðast golfhring til að styggja ekki Önnu Björk……)))