Sumarið er alveg að skella á – Gleðilegt sumar

Það er að koma sumar á morgun, sólin nánast búin að bræða allt hrím, vetur nánast burtu farinn og tilveran er fín!

Tilveran er yndisleg jafnt að vetri sem sumri, en það er alltaf góður siður að óska fólki gleðilegs sumars. Þessi árstími er svo yndislegur. Lífið vex og blómstrar, dagarnir verða langir og bjartir, öll tilveran iðar. Öll framtíðin virðist augljóslega verða björt og falleg á svona stundum. Svo það er um að gera að safna nægum fallegum minningum í sarpinn.