Sumarið 2016 í Kerhrauni

Það er gott fyrir þá sem ekki muna nákvæmlega hvað gerðist í gær hvað þá í fyrra hvernig veðrið var og þá er gott að eiga þetta skráð einhvers staðar þar sem hægt er að grípa í ef minnið bregst.

Tíðarfar í júní 2016

Tíð var hagstæð, þurrkur háði sums staðar gróðri fram eftir mánuði – en þegar upp var staðið varð úrkoma nærri meðallagi. Mjög hlýtt var í mánuðinum um nær allt land, á hálendinu er þetta hlýjasti júní síðan mælingar hófust þar fyrir rúmri hálfri öld og um meginhluta landsins er mánuðurinn í hópi þriggja til sjö hlýjustu júnímánaða frá upphafi mælinga. Sólskinsstundir voru venju fremur fáar suðvestanlands.

Tíðarfar í júlí 2016

Tíð var talin sérlega hagstæð um landið sunnan- og vestanvert en nyrðra var hún daufari og jafnvel talin óhagstæð á stöku stað. Mánuðurinn telst þó veðragóður um land allt og lítið var um illviðri. Úrkoma var með allra mesta móti sums staðar austast á landinu en víðast hvar nokkuð eða talsvert undir meðallagi vestanlands.Sólskinsstundir voru vel yfir meðallagi suðvestanlands.

Tíðarfar í ágústmánuði það sem búið er hefur einkennst af stillum, sól og hita jafnvel langt fram eftir kvöldi.

image

Ekki má gleyma að nefna að það hafa komið tilfelli þar sem eitthvað óvenjulegt gerðist og þá ber helst að nefna atvik sem átti sér stað 5. ágúst sl. þegar allt í einu komu æðandi dökk ský og jörð var alhvít um stund í Grímsnesinu.

image

image

En það borgar sig ekki að dvelja við þessar fáu mínútur sem veðrið breyttist um stund.

Nokkur skemmtileg atvik áttu sér stað í sumar og meðal annars hélt fréttari að Tour de France væri í gangi þegar hún mætti 5 hjólreiðamönnum í spandex outfitti á mikilli siglingu við Heimaey á góðviðrisdegi og henni brá og snarstoppaði og þá sá hún aðra 3 koma skoppandi á hjólum við lóðarmörk Ása og Reynis. Það varð að vita hið sanna og gaf hún sig á tal við þessa 3 og spurði hvað stæðði til og þá var svarið að þeir væru í hjólreiðatúr og væru á Álftavatni og hefðu svo lent í vanda í Kerhrauninu og vildu vita hvænar skipulagðir stígar yrðu gerðir opinberir.

Það fyrsta sem fréttaritara datt í hug voru árin fyrir hrun og fullvissaði þá um að þetta væru einkalönd og sennilega yrði auglýsingar á þá lund að neðangreindir hjólreiðamenn mættu bara stunda hjólreiðar í Kerhrauni í frítíma

image

Einn sólríkan dag í ágúst varð uppi fótur og fit þegar Hlíðarendaliðið hélt að skipulagðar strætóferðir væru komnar í Kerhraunið en þá var Elfar að koma í heimsókn svo það var fljótt að gufa upp sú sæla en hvað sem því líður þá er þetta bara stutt lýsing á góðu Kerhraunssumri.