Stórfurðulegur var Hæðarendalækur 5. september 2015

Í júlí hafði Smári orð á því að hann hefði farið í göngutúr meðfram Hæðarendalæknum og í fyrsta sinn frá því hann kom í Kerhraunið sá hann lækinn skraufaþurrann og dauðir fiskar lágu í árfarveginum. Friðaði hann sig með því að það væri júlí og engar rigningar verið þannig að þetta væri bara eðlilegt.

Síðan fara Rut og hann austur um síðustu helgi og viti menn, á laugardeginum blasir við honum þegar hann fer að skoða lækinn þessi þá óskemmtilega sjón sem sjá má á eftirfarandi myndum. Vonandi er þetta eitthvað sérstakt því ef þetta fer að gerast oft þá er lífríkið í hættu.

 

rut

Takið eftir litlu fiskunum sem liggja þarna steindauðir – sorglegt

smari