Stjórnarkonan og vegamálastjórinn láta til sín taka

Það er alltaf gott að eiga góða að og enn á ný sannast það, við vitum öll að oft hafa menn komist í hann krappann á veturna þegar mikil hálka er og þá hefði oft verið gott að hafa sand/salt við hendina en það hefur ekki verið kassi til staðar í Kerhrauni fyrr en nú.

Steinunn tók sig til, setti radarinn í gang og viti menn, fann hún ekki einn kassa og þá var komið að Halli, hann tók að sér að koma kassanum á staðinn og nú stendur hann við rafmagnskassann rétt utan við ristarhlið tilbúinn fyrir næsta vetur og þá verður sett í hann það sem við á.

Kerhraunarar þakka þeim hjónum innilega fyrir þetta frábæra framtak og við vitum að kassinn mun koma að góðum notum þegar svell hylur jörð.

 

hallurogfru

 Hjónakornin nýkjörin til starfa fyrir okkar ágæta félag – takk innilega fyrir kassann