Sorpgámur í Kerhraun

Stjórn Kerhrauns hefur ákveðið að koma fyrir sorpgámi inn á félagssvæðinu og verður sú þjónusta í boði til 1. september nk.

Gámurinn er EINGÖNGU ætlaður fyrir „HEIMILISSORP“ þ.e.a.s. það sem fellur til við venjuleg heimilisstörf.

Stjórnin ákvað að gera þessa tilraun til þess að sjá þörf þess að hafa sorpílát á svæðinu en óskir höfðu komið frá félagsmönnum um þetta og verður reynslan/þörfin metin í lok sumars.

Til þess að þetta geti gengið þurfum við að ganga snyrtilega um gáminn og einnig að gæta þess vel að setja ekki annað en það sem gámnum er ætlað að hýsa.

Timbur, trjágreinar, járn og annað flokkunarskylt rusl má ALLS EKKI fara í þennan gám, því ef það gerist verðum við að greiða flokkunargjals 20 kr. pr. kg. á allt inninhald gámsins.

Við biðlum því til ykkar Kerhraunarar að virða þetta og fara með annað rusl á gámastöðina.