Sóley leggur síðustu hönd á undirbúinginn

Það er ekki að spyrja að Sóley, þegar hún tekur eitthvað í sig þá gefst hún ekki upp og lætur það verða að veruleika sem hún hefur gaman að.

Þegar þorrablótin hafa verið ákveðin þá er hin sanna kvennaskólapía komin með blað og penna og farin að skipuleggja, hún hefur heldur ekkert slakað á og staðið sig eins og hetja. Það eru kannski ekki allir sem átta sig á því að hún er að vinna margt af því sem við borðuðum alveg frá grunni.

Hver hefur ekki heyrt um 14 kindahausa sem hreinlega fóru í spað og úr varð hin besta sviðasulta, hafið þið séð kartöflugarðinn hennar Sóleyjar, hún á líka harðfisktætara, trog í massavís og jafnvel væri örugglega hægt að finna „mini bruewery“ hjá henni, já svona er Sóley fjölhæf og gott að eiga þig að stelpa.

P1020138

Auður segir Ómari hvernig staðið skuli að sviðasulturöðun

P1020134

   Þessi ættu nú að fara að ganga í það heilaga, svo sæt eru þau

P1020132Held að Ómar sé alveg búin að fá nóg af þessum undirbúningi

P1020135
Það er ekki slegið slöku við hjá minni…)))