Snjóvarnartilraun í gangi í Kerhrauni

Það þarf svo sem ekkert að rifja upp hvernig þetta kom til tals að gera tilraunir með snjóvarnir í Kerhrauni en erfið hefur fæðingin verið og vonandi í lagi að gera smá grín af henni. Tekin var ákvörðun um að reyna laugardaginn 5. nóvember og buðu fjórir fílhraustir sig fram til verksins.

Elfar boðaði þá Steina, Gunna og Svein kl. 10:00 en breytti á síðustu stundu í kl. 12:00 þar sem hann hélt að allir væru á fésinu en það var nú aldeilis ekki og um 10 leitið mátti sjá ráfandi sauði í Kerhrauninu sem leituðu leigtoga síns, Sóley var vel á vaktinni og sagði þeim frá því að þetta yrði kl. 12:00 þannig að þeir fóru til síns heima grey strákarnir.

img_4161

Hér er kl. 12:28 og eitthvað um að vera…))), jú, leiðtoginn er enn týndur og Finnsi tekur völdin og segir Sveini að taka kerruna og setja staura félagsins í hana og fara með niður að brettahrúgunni og Gunni ákveður að girða sig í brók.

img_4163

Sveinn er ekki lengi að setja krílið aftan í hjólið og taktarnir minna á gamlan Kerhraunara, Garðar þegar hann brennir niður brekkuna

img_4162

Steini og Gunni ákveðnir í að ná honum

img_4165

  Þetta var ekki lengi gert og burtu fara þeir með allt góssið

img_4167
Hvað er nú þetta? Brjálað að gera hjá Gunnu að fylgjast með.
Jú , hér er Elfar mættur til að pikka upp staurana í verkið en engir staurar lengur…))))

img_4169
Brettin sem voru á planinu er öll saman komin við girðinguna í brekkunni og gaman verður að sjá hvernig þetta reynist

img_4168
Það er engin furða að þetta gangi allt að óskum enda er útlærður húsgagnasmiður í liðinu

img_4170
Nú meðan verið er að dáðst að þessum elskum þá kemur upp smá vesen, öll brettin eru búin og hvað er til ráða?

img_4164
Jú, Gunna spurð hvort hún eigi ekki bretti og hún segir svo vera þannig að það er náð í þau.

img_4174
Eftir nokkrar athuganir þá vantar fleir bretti þannig að það er bjallað í allar áttir og sennilega koma 20 stk seinna

img_4172
Hér er Gunnar ákveðinn í að slátra þessum runna og kannki gerir það gæfumuninn, hver veit

img_4175
Þetta er nú öll ósköpin sem hægt var að smala saman í viðbót en bót verður þar á

img_4177
Þrátt fyrir ruglingslega byrjun þá voru þessi töffarar ánægðir í lokin og er þeim þakkað innilega fyrir