Síðasta verk haustsins framkvæmd 21.- 22. október 2013

Það er alltaf eitthvað að frétta úr Kerhrauninu, nú eru það framkvæmdirnar sem voru sl. helgi.

Til verksins var fenginn enginn annar en þessi maður á myndinni sem heitir „H أ ل ل ش ر, hann þótti skara fram úr þeim hópi sem í boði var og er með áratuga reynslu að baki í framkvæmdum sem þessum bæði á íslenskri sem erlendri grundu…)))

.

Hann mætti á staðinn með frítt föruneyti, var snöggur að koma verkinu af stað, menn fengu talstöð í hönd og þannig urðu þeir að hafa samskipti sín á milli meðan á verkinu stóð, auk þess sem hann greip iðulega inn í ef þurfa þótti.

 

Svona til að vera ekki bara að bulla, þá er best að segja það strax að þessar framkvæmdir voru til þess fallnar að gera tvö bílastæði við stóra útivistarsvæðið þá er þetta enginn annar en Hallur okkar Ólafsson, Kerhraunari með meiru.

Þessi stæði voru á skipulagsuppdrættinum sem gerður var árið 2010 og oft hefur vantað stað til að setja efni á þegar aðrar framkvæmdir eru og svo koma þau sér vel um Versló.

.

Þegar laugardaguinn rann upp þá fór Finnsi að gera sig klárnn
til að mæla út fyrir bílastæðunum,
allt gekk vel og svæðið klárt fyrir uppgröft.

Verktakinn mættur og tekur stöðuna, Börkur undir stýri og auðvitað
var líka grafa með í för

Byrjað var á því að taka fyrir bílastæðinu á langa kaflanum

Upgreftinum var mokað á bíl sem setti uppgröftinn við sorpgáminn

Hallur og Finnsi að fylgjast með

Pínu sárrt að sjá þúfurnar fara
Margir eiga eflaust eftir að sjá að hóllinn við sorpgáminn hefur stækkað
svona gerðist þetta hægt og bítandi að bílastæðin fóru að mótast
Ingvi stórverktaki mætti strax þegar hann heyrði gröfuhljóð
Guðmundur á Klausturhólum keyrði rauðmöl í ílastæðin
hér má sjá hversu flott þetta verður
byrjað á sienna stæðinu sem er rétt hjá rafagnskassanum
og veðrið var ekki til að skemma fyrir
þeir sem þekkja vel til mega geta sér til hvað var hér um að veraauðvitað
bauð Sóley upp á kaffi og pönsur – takk – takk
hér er verið að byrja að móta moldarhauginn
Börkur bíður með að losa þar til talstöðin gellur
allt gekk þetta eins og í sögu
og um kl. 18:00 var verið að leggja síðustu hönd á verkið áður en
myrkrið skylli áHallur og hans strákar stóðu sig eins og hetjur
og eiga þakkir skilið fyrir að koma með
stuttum fyrirvara og gera þetta framkvæmanlegt
Ekki skemmdi það svo fyrir að fara heim með þetta fyrir augunum

.