Að kvöldi dags í Kerhrauni þann 20. október 2013

Hvað er yndislegra en að renna heim eftir góða helgi í Kerhrauni með þetta fyrir augunum?

Brátt koma inn myndir af vinnuhelginni er þar var „SIR Hallur“ í fararbroddi við gerð bílastæða við stóra útivistarsvæðið sem þyrfti að fara að fá eitthvað nafn, eða hvað?

Þar með er komið pláss til að leggja bílum og koma fyrir efnum sem nota á á svæðinu og í göngustígana.