Síðustu vegaframkvæmdir ársins 30. ágúst 2016

Senn líður að því að framkvæmdum ársins fari að ljúka enda haustið á næsta leiti þó allir séu enn í sumarstuði enda sumarið verið einstaklega gott við menn og gróður.

Allir vita að vegurinn til vinstri á vegamótunum var hækkaður all hressilega upp enda verið að byggja hann á varanlega máta, síðasta lag verður sett á á þriðjudag eða miðvikudag til að jafna hann og eftir það verður hann heflaður.  Það sama var gert við brekkuna frá Kerhraunsskiltinu en þar var vegurinn hækkaður mest efst og teknar af dældirnar sem hafa verið að safna miklum snjó. Þessi vegur verður líka jafnaður og heflaður og nú á eftir að koma í ljós hvernig snjór sækir á hann.

IMG_3876

Talandi um snjó, er ekki kominn tími til að þeir sem voru á aðalfundinum og höfðu sterkar skoðanir á snjósöfnun gefi sig fram til að gera tilraunir fyrir veturinn með snjóvarnir á svæðinu, einungis einn, já einn hefur sýnt þessu áhuga og er það harla léleg þáttaka en þessu verkefni þarf að ljúka fyrir lok september.