Ruslasysturnar öflugar á Skírdag 2019

Það var hugur í „Ruslasystrunum“ þremur þeim Tótu, Fanný og Gunnu þegar þær þeyttust niður á gámasvæði enda verkefnið stórt, það var allt troðfullt í dósagámnum og framundan er söfnunarátak G&T degi til heiðurs. Þær rúlluðu þessu verkefni upp með stæl.

Það er ósk okkar að þið  kæru Kerhraunarar látið gott af ykkur leiða og troðið eins miklu af dósum og flöskum og þið getið næsta mánuðinn.

Eins og sést þá eru þær í stuði „Ruslasysturnar“ og takið eftir skiltuna vinstra megin við þær