Netföng formanns og stjórnar á nýju heimasíðunni

Til þess að gera félagsmönnnum auðveldara að hafa aðgang að formanni eða stjórnarmönnum þá var ákveðið að búa til netföng á nýju heimasíðunni, nú geta Kerhraunarar sent tölvupóst annað hvort beint á formann eða á stjórnina í heild sinni. Þetta ætti að auðvelda fólki að koma á framfæri fyrirspurnum, tilmælum, eða ábendingum til stjórnar.

Netföng má finna á forsíðu undir „UM FÉLAGIГ

Netfang formanns: formadur@kerhraun.is

Netfang stjórnar: kerhraun@kerhraun.is

Ég (Gunna) vil þakka ykkur innilega fyrir 99% ánægjuleg tölvupóstsamskipti…)) og einnig þakka þeim þolinmæðina sem hafa fengið ómælt magn af tölvupósti frá mér á langri stjórnarsetu minni. Kerhraunið er og verður í fararbroddi um ókomna framtíð.

 

emails1