MINI Ólympíuleikum barna í Kerhrauni árið 2016 er lokið

Það verður að segjast alveg eins og er að þegar við Kerhraunarar gerum eitthvað saman þá er það alltaf rosalega skemmtilegt og engin undantekning í ár á VERSLÓ 2016 þar sem bæði börn og foreldrar hittust til að halda hina árlegu MINI Olimpíuleika.

Þau slá ekki feilhöggin fjölskyldan hans Ása þegar kemur að því að halda svona mót og stóðu sig eins og hetjur í mótshaldi og eiga þau mikið hrós skilið fyrir þeirra framlag og erum við þeim þakklát.

Ástæða þess að þessi grein fer í loftið svona snemma er að það þarf að koma sem fyrst á framfæri til allra landsmanna okkar fræga KERHRAUNS HÚ I sem á eftir að slá í gegn ekki bara innanlands heldur jafnvel erlendis.

MINI Olimpíuleikar barna árið 2016 KERHRAUNSHÚ IÐ

Svo koma fleiri myndir seinna inn af sjálfum leikunum sem allir skemmtu sér vel á.