Mikið er nú fallegt í Kerhrauninu 15. janúar 2015

Þessi sýn mun eflaust kitla ferðataugina í okkur sem er bara eðlilegt, en þá kemur alltaf upp hvað sé skynsamlegt og hvað óskynsamlegt varðandi mokstur. Á að moka ef 1-2 vilja skreppa, eigum við að koma okkur upp varanlegum mokstursjóði eða gera eins og sum félög gera, moka ekki?

Við eigum inni aðalfundarsamþykkt þar sem húseigendur vildu geta gripið til aukainnheimtu kr. 5.000.- pr. hús og þá dugar það í 3 helgar, endilega sendið ykkar tillögur á formadur@kerhraun.is

kerhraunið