Loksins klingir aftur í kassa Kerhraunara – kling kling kling

Það hafa margir tekið eftir því að ekkert hefur heyrst neitt um flöskusöfnunina um tíma en það er alltaf ástæða fyrir öllu, margar vita kannski ekki að Hallur okkar ökklabraut sig sl. haust og hefur verið að koma sér í form aftur. Þau hjónakornin skelltu sér í sveitina um síðust helgi og gripu slatta af pokum með sér í bæinn og það skilaði okkur drjúgum peningum eða alls 30.352 kr, takk Steinunn og Hallur.

Stefnum á að ná 100.000 fyrir G&T daginn.:)))))))) 

Bara smá góðlátleg ábending: HEIMILISSORP Á EKKI HEIMA Í ÞESSUM POKUM OKKAR…))))