LOKA útkall fyrir aðalfund 16. apríl kl. 19:30

Nú styttist í aðalfund félagsins og því sendir stjórn þetta loka útkall fyrir fundinn sem haldinn verður þriðjudaginn 16. apríl kl. 19:30 í Rafmennt, Stórhöfða 27 – gengið inn að neðanverðu.

Í tilefni af 30 ára sögu Kerhrauns verður boðið upp á góðar veitingar og Fanný Gunnarsdóttir mun kynna fyrir okkur drög að sögu Kerhrauns.

Stjórn hvetur alla áhugasama um stjórnarsetu til að stíga fram og senda inn nafnið sitt á formadur@kerhraun.is. en skv. lögum þarf að kjósa árlega um tvo stjórnarmenn til 2ja ára og formann til 1 árs. 

f.h. stjórnar,
Hörður Gunnarsson, formaður

AÐALFUNDARDAGSKRÁ

Dagskrá fundarins er samkvæmt samþykktum félagsins:

1.     Skýrsla stjórnar og umræður um hana.

2.     Framlagning ársreikninga 2023 til samþykktar 

3.     Kosning formanns.

4.     Kosning annarra stjórnarmanna.

5.     Kosning varamanna.

6.     Kosning skoðunarmanns og varamanns hans.

7.     Framkvæmda- & félagsgjald 2024 lagt fram til samþykktar. 

8.     Önnur mál.