Leiksvæðið „Útí móa“ – svona verður leiksvæði til

Flestir vita að stóra útivistarsvæðið í Kerhrauni var skiplagt fyrir nokkrum árum af skipulagsarkitekt, það hafa þá þegar verið mótaðir göngustígar sem nánast er búið að keyra í. Í sumar var ákveðið að setja niður leiktæki og fyrir valinu urðu 2 rólur. Í framtíðinni verður bætt við öðrum tækjum á leiksvæðið sem hefur fengið nafnið „Útí móa“ og það er eins gott að vita hvað maður er að gera þegar búið er til leiksvæði.

Laugardagsmorguninn 27. júlí vakanði „Græna þrumam“ eldsnemma enda langur dagur framundan því „vel skal vanda sem lengi skal standa“ og eins gott að gera sig klára í verkið. Byrja þurfti á þvi að keyra rauðamöl í göngustíginn inn á leiksvæðið og síðan að jafna svæðið þar sem rólurnar áttu að koma.

Formaðurinn var með allt á hreinu varðandi stærð, breidd, lengd og hæð og því hófu „Græna þruman“ og Grái folinn“ að vinna að því að gera allt klárt fyrir komu rólunnar.

P1020816

P1020815

Hans var algerlega með það á hreinu hvernig ætti að bakka fjórhjóli með kerru aftaní en samt reyndu þrír menn að segja honum til

P1020817

Svona gekk þetta lengi vel, Finnsi mokaði á, Hans keyrði mölina, formaðurinn og Jói mokuðu af og Finnsi slétti úr öllu.

Loksins kom Hallur og þá breyttist þetta og varð auðveldara.

P1020818

Formaðurinn gaf sér tíma til að taka netið frá andlitinu og láta mynda sig þrátt fyrir að flugan væri að drepa menn og kannski áhyggjur líka

P1020819

Jói gerði sér lítið fyrir og stillti sér upp og „Amma myndar“ var fljót að smella af en flugan angraði hann líka

P1020820

Menn puðuðu og puðuðu og það er ekkert létt verk að moka af hverrri kerrunni á fætur annarri, nei menn fá bara vöðva og svæðið fór að taka á sig mynd

P1020821

það kom að því að formaðurinn tók sér frí og settist á þúfu enda maðurinn áhyggjufullur yfir niðursetningu rólunnar, hann fékk engar undirtektir þrátt fyrir að lýsa því fjórum sinnum yfir að best væri að setja róluna fyrst saman og mæla hana

P1020822

„Mamma terta“ kom að vanda með glaðning, hún sendi sms og allir áttu að mæta í kaffi, vöfflur, rjóma og auðvitað meðv´í

P1020823

já, svona er hún Tóta okkar, algjör krúttsprengja – takk fyrir okkur

P1020824

Halli finnst vöfflur góðar það vitum við núna

P1020826

Hér er komið að kaflanum sem búið var að valda formanninum áhyggjum enda margbúinn að reka blaðið upp í nefið á mönnum máli sínu til stuðnings við litlar undirtektir og nú var sá kafli að skella á sem að hans mati var hvað mikilvægastur og best að reyna að sýna mönnum blaðið góða aftur.

P1020839

en ekki voru menn á því að eyða tíma í lestur blaða og voru ábyrgðarfullir á svip. „Ömmu myndar“ fannst þeir heldur alvarlegir og bað um smá léttleika

P1020827

sem kom fram í að menn vönduðu sig við að stilla sér upp, takið eftir hvað þetta er nú fríður flokkur manna sem við eigum í Kerhrauninu

P1020828

Nú vildu menn fara að fá tölur enda Finnsi kominn með málbandið, prik og hamar og ekki eftir neinu að bíða eða hvað ?

P1020829

Fyrstu tölur voru lesnar upp, af hverjum veit enginn því maðurinn fór í feluliti og ætlaði ekki að láta bendla sig við neitt og hjónakornin Hans og Tóta orðin frekar sposk á svip.

P1020830

Stóra spurningin er, var maðurinn að lesa upp af þessu blaði?

P1020839

Fyrsta skóflustungan er orðin að veruleika og út frá þessari holu réðst framhaldið og niðurstaða í verklok algjörlega á valdi þessarar holu

P1020832

Svona hélt þetta áfram koll af kolli og loks voru holurnar orðnar fjórar og kominn tíma á „híf og slak á víxl“

P1020833

þegar hér var komið sögu eru það Hans og Jói sem sjá um niðurhalið en formaðurinn fylgist vel með

P1020834

allt eins og það á að vera að mati manna og kvenna

P1020835

Mikið voru menn nú ánægðir með holurnar fjórar og allt sem í þeim var, formaðurinn var enn pínu efins og hafði orð á því að menn og konur ættu að gefa orðum hans gaum…))). Nú skyldi haldið heim á hlað og rólurnar sóttar og settar saman á STAÐNUM undir styrkri handleiðslu formanns og blaðsins góða.

P1020836

P1020837

P1020838

P1020840

P1020841

P1020842

Nákvæmlega á þessum tímapunkti uppgötvaðist að eitthvað passaði ekki, niðurstaðan fljótfengin, 2 réttar, 2 rangar og ekkert annað að gera en að bæta við holum.

ELSKURNAR mínar, þið hefðuð átt að hlusta á mig

P1020847

P1020844

P1020845

upp fóru rólurnar og því ekkert annað hægt en að sýna og segja að hér var mjög fagmannlega að verki staðið.

P1020846

Lokafrágangur hófst enda allt gert eftir lögum og reglum og til þess þurfti  gras og gúmmímottur undir rólurnar. Mikið er þau nú handlagin hjónakornin

P1020855

P1020856

Playtime

P1020858

P1020857

Eins og flestum er kunnugt þá var „Útí móa“ vígt formlega á Versló 2014. Öllum þeim sem unnu að því að koma rólunum fyrir er þakkað innilega fyrir að og er það von stjórnar að þetta svæði megi verða börnunum í Kerhrauni til mikillar gleði um ókomin ár.