Kynningarefni frá GOGG vegna frágangs sorps

,
Nú er sumarið að hefjast með sól í heiði og meiri flokkun.

Grenndarstöðvar

Í dag ber að fagna en við höfum opnað grenndarstöðvarnar okkar sem hafa verið í vinnslu í u.þ.b. ár
og erum við bara mjög sátt við útkomuna og vonum að þið séuð það líka 😊

Grenndarstöðvarnar eru klárar á 4 stöðum í sveitarfélaginu:
Hjá Skátunum á Úlfljótsvatni – Til móts við bæinn Ásgarð – í Hraunborgum – Við Vaðnesveg
Það eru einnig komnir upp gámar á Seyðishólum en verið er að finna stað til framtíðar á því svæði
og er sú stöð því enn tengd gámasvæðinu.

Hér má sjá hvar grenndarstöðvarnar eru staðsettar:

 

Á neðangreindri mynd má finna upplýsingar um hvað má fara í gámana á grenndarstöðunum.

Á hverri grenndarstöð er hægt að henda eftirtöldum flokkum:

Plast – pappa – málmum – gleri – lífrænum úrgangi – almennu heimilisorpi – skilaskildum umbúðum.

Annað skal fara með á Gámastöðina Seyðishólum.

 

Lífræna tunnan

Til þess að hjálpa fólki að komast af stað í flokkun á lífrænum úrgangi hefur sveitarfélagið svo, eins og áður hefur komið
fram í öðrum tölvupósti, ákveðið að gefa öllum frístundahúsaeigendum sérstök söfnunarílát fyrir úrganginn.

Um er að ræða græna 8 lítra körfu með loki sem hentar einstaklega vel að geyma í eldhúsinu.

Með körfunum mun svo fylgja ein rúlla af maíspokum, en lífræna úrganginn má einungis setja í jarðgeranlega poka
úr maís eða pappa
.

Pokar eins og þeir sem fylgja með körfunni munu svo koma til með að fást í Versluninni Borg á góðum kjörum.

Hægt er að nálgast körfurnar á skrifstofu sveitarfélagsins á opnunartíma milli 9:00 og 15:00 alla virka daga.

Molta

Nú býðst öllum garðeigendum í Grímsnes- og Grafningshreppi að nálgast moltu á
gámasvæðinu Seyðishólum þeim að kostnaðarlausu.

Eina sem þarf að gera er að mæta á svæðið á opnunartíma með ílát eða kerru og skóflu og ná sér í moltu.

-Moltan er blanda af þeim lífræna úrgangi sem Gámaþjónustan safnar hjá íbúum, fyrirtækjum og stofnunum,
hrossataði og trjáúrgangi með búið er að fara í gegnum hitameðferð.

Moltan þykir kraftmikill jarðvegsbætir sem gott er að blanda annarri mold í
hlutföllunum 1/3 (1 hluti 
molta 2 hlutar mold) eða dreifa yfir beð og grasflatir í þunnu lagi.

Moltan er afrakstur innlendrar endurvinnslu.