KVENNAGANGA í Kerhrauni, 19. júní nk.

Þegar Sóley vaknaði í morgun fékk hún þá snilldarhugmynd að hafa KVENNAGÖNGU í Kerhrauninu laugardaginn 19. júní, kl. 11:00.

Hugmyndin er að hittast á vegamótunum hjá Sóley á slaginu 10:55 og taka léttan göngutúr í nágrenninu og hafa það skemmtilegt saman því það er svo gaman.

Takið frá smá tíma fyrir ykkur og mætum í gönguna og þar sem þetta er Kvennadagurinn þá getið þið bókað að maðurinn mun bíða með eitthvað gott þegar heim er komið.