Kerhraunsfólk kemur víða við – Fanný á þing 26. maí 2015

Maður heldur nú varla vatni yfir þessum fréttum, er ekki Fanný okkar komin á þing sem varaþingkona fyrir ráðherrann sjálfan Sigrúnu Magnúsdóttur, geri aðrir betur . Eins og sést á myndinni hér að neðan þá hefur hún komið inn fyrir alþingisdyrnar áður.

Fanný notar vonandi tækifærið og kemur vandamálum sumarhúsaeigenda á framfæri við rétta aðila og fær þá til að láta okkur fá eitthvað í staðinn fyrir öll gjöldin sem við erum að borga til hreppsins.

fannyþing

Stattu þig stelpa…)))))