Kerbúðin, undirbúningur, smíðarvinna og flutningur 2012

Hver man ekki eftir þessari frétt frá því í fyrra, um eina litla þúfu sem varð að smá hlassi og kom sér fyrir á vegamótunum hjá Sóley og Gunna, í rauninni fjallaði fréttin um hugmynd að „Kerbúð“ í Kerhrauni væri skemmtilegt viðbót við þá fjölbreyttu flóru sem þar væri og Kerhraunurum bent á að gefa sér tíma til að kíkja á hvað væri í boði sem þeir og gerðu og það var ótrúlega mikill fjöldi sem leit við og keypti.

 


.

Seinnipart sumars var svo tryllitækinu ekið burt af staðnum, því komið í geymslu og allan veturinn hugsaði það með milkill tilhlökkun til næsta sumars enda batt það miklar vonir við að vera boðið aftur að verð Kerbúð en þeir sem þekkja söguna vita að af því varð aldrei.

 

Hugmyndin að halda áfram með Kerbúðina dó þó ekki, unnið var í því að finna út hvernig hægt væri að láta það verða að veruleika að halda áfram með þessa ágætu hugmynd sem Tóta „Mamma terta“ hafði komið á framfæri. Viti menn, eins og dæmin sanna þá varð til hugmynd að Kerbúð.

Það gerðist þannig að spýtuhrúga sem Guðrún var að brasa með kveikti á smá hugmynd í heila hennar. Þá var ekki seinna vænna en að draga Sketchup upp og byrja að teikna, ræða síðan hugmyndina við upphafskonu Kerbúðarinnar Tótu, hér nefnd „Amma bakar“ sem tók vel í þetta og þá var ekki annað eftir en að fara að vinna í því að láta þetta verða að veruleika.

 

.

Þegar lagt er af stað í svona stórt verkefni þarf að huga að all mörgu og máltækið segir „Lengi býr að fyrstu gerð“ og það ber að taka alvarlega. Ekki leið þó á löngu þar til plön lágu fyrir, þá var ekkert annað fyrir konurnar að gera en að fá sinn betri helming til að koma að verkinu sem var launalaust og verður að segjast að það er ótrúlegt hvað þessar elskur eru viljugar.

Öll tiltæk tól og tæki voru dregin út á hlað og áður en leið á löngu var komin mynd á húsið sem hýsa átti Kerbúðina.


.

.
  
.

.

Loksins var komið að því að flytja húsið á framtíðarstaðinn, höfðu menn orð á því að eftirvill væri rétt að fá Hörð á 36 til að gefa góð ráð enda maðurinn þaulvanur í að hugsa út flutningsleiiðir fyrir húsi (et).

Talið var víst að ekki þyrfti krana í flutningana því var þessi hugmynd slegin út af borðinu og ákveðið að nota „Græna kraftinn“ og „Gulu fluguna“ í verkið.

Aðstoðarfólk var fengið í flutningana og allt gekk eftir að koma húsinu réttu á kerruna sem hékk aftan í „Gulu flugunni“, Guðrúnu var EKKI treyst fyrir að keyra enda vitað mál að hún hafði það ekki af ef á leiðinni þyrfti að bakka, þess vegna var Guðbjarti falið verkið sem hann leysti vel, formaðurinn (af sumum nefndur „Maó“) stillti sér upp á „Trillitækinu“ og gaf tóninn með því að láta heyra í sér, renna sér af stað niður brekkuna og á eftir fylgdi svo öll hersingin.


.

.

.

.

.

.

Kerbúðinni hafði verið valinn staður á beina kaflanum en sá staður var nú frekar ósléttur og alls ekki tilbúinn fyrir verslun sem þessa. Í flutningunum frá Kúlusúk hafði nafn búðirnnar breyst í  „Megastore“ og ekkert annað í stöðunni en að hafa allt fyrsta flokks ef menn og konur kysu að nefna búðina þessu nafni.
.


.

.

Ákveðið var að setja Kerbúðina/Megastore í tímabundna geymslu meðan unnið yrði að því að búa til þær undirstöður sem þyrfti, eins og alltaf þurfti að spá og spekúlera og það gerði fólk til fulls
.

.


.


.

.

.

Þegar neyðin er stærst þá er hjálpin næst, (sandurinn sem RARIK hafði skilið eftir lá þarna enn og því best að nota hann), drifið var í því að grafa holurnar, setja undir- og uppistöður, mæla lárétt, lóðrétt og ská, sanda og slétta og á staðinn fór Kerbúðin sem ber það heiti í framtíðinni.

Þar með er ekki öll sagan sögð því þegar Kerbúðin var komin á staðinn var algjörlega eftir að setja punktinn yfir i,ið og skreyta hana hátt og lágt en það verk varð að bíða í viku og í heila 5 daga stóð hún þarna ein og yfirgefin meðan vegaframkvæmdir áttu sér stað, ekkert var meira stressandi en að halda að einhvern daginn færu menn sem unnu vð veginn að hugsa hvort þarna væri kamarinn kominn, en til allrar hamingju stóð Kerbúðin þetta allt af sér og var sem ný þegar mannskapurinn mætti til að ljúka því sem eftir var svo hægt yrði að opna.