Kerbúðin opnar laugardaginn 16. júní kl. 16:00 – hlökkum til að sjá ykkur

Muna ekki allir eftir þegar traktorinn var staðsettur við vegamótin hjá Sóley og Alla ?

Örugglega muna allir eftir þessu, þá gekk þetta fyrirbrigði (traktorinn) undir nafninu Kerbúðin og hver réð þar lögum og lofum önnur en Tóta „Mamma terta“ og stóð sig með einstakri prýði. Þeir sem nýttu sér að kíkja við og kanna hvað væri á boðstólnum hafa allir saknað Kerbúðarinnar og nú hefur þetta verið tekið á næsta „level“ og nokkrir áhugasamir aðilar hafa klambrað saman húsi til að hýsa Kerbúðina.

Fundinn var staður vonandi til frambúðar á beina kaflanum og unnið verður að því að ljúka við frágang  og skreytingar fyrir laugardaginn 16. júní, er það til þess gert að allt verð tilbúið  kl. 16:00, meiningin er að þá verði hægt að klippa á borðann og formleg opnum sé eins og hjá öllum minni og meira háttar verslunum.

Það hefur hópur fólks verið að fylgjast með byggingunni og ýmis nöfn hafa heyrst, því var ákveðið að setja logo búðarinnar í þessa tilkynningu en þegar Kerbúðin hefur verið formlega opnuð verður logo skipt út fyrir mynd af Kerbúðinni.

 

Fyrirkomulag verður þannig að þeir sem vilja og langar að selja eigin framleiðslu í búðinni geta komið með í litlu magni sitt framlag, viðkomandi þarf samt að merkja sína vöru með einhverju tákni og hafa bauk undir peningana þar sem viðskiptavinir geta sett peningana í bauk viðkomandi.

Þannig virkar þetta þangað til annað kemur í ljós en vonandi þarf ekki að byggja við á næstu 2 árum.