Kerbúðin opnar eftir vetrarlokun 2. júní 2013 kl. 14:00

Laugardaginn 2. júní nk. kl. 14:00 opnar Kerbúðið (MEGASTORE) aftur, eins og allir vita þá er þessi vinsæla verslun eingöngu opin yfir sumarmánuðina og hefur notið mikilla vinsælda sem náð hafa langt út fyrir okkar svæði og vitað er að kaupendur hafa komið úr nærliggjandi sumarhúsasvæðum til að versla.

Munið þið eftir hvernig ævintýrið endaði í fyrra ? – Búðin var aðeins of lengi opin fram eftir hausti, leið og fer að skyggja koma þessar litlu sætu í heimsókn og það gengur sú saga þeirra á milli að það sé búið að byggja VETRARHÖLL fyrir þær, þetta mun ekki koma fyrir aftur og fenginn var vinnumaður með bílpróf …)) til að taka búðina algjörlega í gegn og undirbúningur er langt kominn.

Þeir Kerhraunarar sem verða á svæðinu ættu að láta sjá sig kl. 14:00 og krækja sér í eitthvað þó ekki væri nema upprúllaðar pönnukökur, köku með kaffinu eða annað sem á boðstólnum verður.

.
Vinnumaðurinn að störfum – enda kominn með bílpróf og til í tuskið
.