Jólamarkaður Kerbúðarkvenna verður 8. desember 2012

Laugardaginn 8. desember milli kl. 14;00 og 18:00 ætla Kerbúðarkonur að halda fyrsta Kerbúðarjólamarkaðinn eins og greint var frá þegar Kerbúðinni var lokað. Þar sem Kerbúðin sjálf er í útleigu þar til hlýnar í veðri þá var ákveðið á hafa markaðinn heima hjá Tótu.

Það mun enginn koma að tómum kofanum, afsakið, tómri höllinni hjá aðstandendum jólamarkaðarins, það væri gaman ef að þeir Kerhraunarar sem verða á staðnum sýni sig og sjái aðra því framtak sem þetta er virðingarvert og ber að þakka þeim sem að þessu standa.

Endilega að kíkja við og skoða það sem í boði er,
fyrir þá sem ekki vita hvar Tóta á heima þá er það lóð 99.