Sunnudagsmorgun í Reykjavík og jólaljósin tendruð í Kerhrauni

Það er sunnudagsmorgun í Reykjavík og frúin á heimilinu er ekkert mjög hrifin af því að vera vakin upp við háværa rödd sem nánast öskrar „Útvarp Reykjavík, útvarp Reykjavík, klukkan er 8, nú verða sagðar fréttir. Hanna Birna vann stórsigur í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík og Björn Valur bauð ósigur í prófkjöri VG í Reykjavík“. Það verður að segjast að frúin gerði allt sem í hennar valdi stóð að loka eyrunum fyrir þessum ófögnuði en varð samt hugsað til XB eða öllu heldur Sigmundar Davíðs og hvað væri að gerast hjá honum í pólitíkinni…))

Eftir allt sem á undan er gengið var það orðið ljóst að ekki yrði augunum lokað aftur, best að kíkja undan sænginni en það vill ekki betur til en svo að þegar hún er í þann mund að koma undan feldi gellur í eiginmanninum, „Hvað er planið í dag?, veðrið er æði og það sést í bláan himinn“, það er alveg ljóst að hann kann á sína kellu því um leið og hún heyrir talað um bláan himinn þá er hún glaðvöknuð en hún er ekkert á því að láta hann kunna á sig og segir drafandi röddu „Úhú, hvað með það, dettur þér eitthvað sérstakt í hug?“ en auðvitað grunar hana sterklega hvað er í gangi.

Í stuttu máli var planið hjá eiginmanninum að renna í Kerhraunið og ganga frá rafmagninu við hliðið þannig að hægt yrði að kveikja jólaljósin, því var ekki til setunnar boðið og Cheerios´ið rann ljúflega niður og hjónin komin af stað í „Gulu fluginni“ til að redda því sem á vantaði svo ljósin yrðu komin á fyrir kvöldi.

 

Ljósin voru tendruð en vegna veðurblíðunnar varð að taka nærmynd

 

 

.
Það var þægilegt að mæta á staðinn og ljósin frá því í fyrra
algjörlega tilbúin til nokunar, takið eftir hvað himininn er blár
.

 

 

Eins og kom fram hér að framan þá voru nokkur handtök eftir áður en hægt yrði að kveikja á ljósunum, rafvirkinn byrjaði á því að fara í „Kúlusúk“ og galla sig upp og finna tól og tæki.

Þeir sem eru glöggir geta séð að þrátt fyrir kuldagallann sem er úr Húsasmiðjunni og er ekkert design þá er rafvirkinn samt í hönnunarflík og hún er ættuð úr Kerhrauni.

Nú þarf að kíkja vel á manninn, reyna að finna svarið en það má finna hér svolítið neðar en til þess að það sé pínu djúpt á því þarf að skrolla niður.

 

 

 

.
.

 

 

 

 

 

 

 

 
.

 

.

 

Jú, sérhannað höfuðband af „Tótu“ sem frúin lánaði eiginmanninum svo eyrun dyttu ekki af