Jólakveðja 2021

Kæru Kerhraunarar

Ég vil fyrir hönd stjórnar senda ykkur og fjölskyldum ykkar innilegar hátíðakveðjur. Vonandi getum við heimsótt Kerhraunið um jól eða áramót og notið þess að eiga þar góðar stundir.

Meðfylgjandi erindi úr ljóðinu Bráðum koma jólin ( Skín í rauða skotthúfu ) minnir mig óneitanlega á Kerhraunið þegar það skartar sínu fegursta um vetur.

Stjörnur tindra stillt og rótt,
stafa geislum björtum.
Norðurljósin loga skær,
leika á himni svörtum.
Jólahátíð höldum vér
hýr og glöð í desember
þó að feyki snjó þá í friði og ró
við höldum heilög jólin
heilög blessuð jólin.

Höfundur texta: Friðrik Guðni Þórleifsson

Að lokum vil ég hvetja ykkur til að kynna ykkur vel veðurspá, hvenær áætlað er að moka, fylgjast vel með færðinni og mæta aðeins á svæðið á vel útbúnum bílum.

Með jólakveðjum,
f. h. stjórnar
Fanný Gunnarsdóttir, formaður