Jól og jólunum fylgir ekki alltaf gleði og ánægja hjá fólki

Nú er sá tími ársins að koma þar sem okkur finnst eigi að vera tími gleði og friðar, en oftar en ekki ef við erum ekki varkár læðist að okkur kvíði, ótti, streita og jafnvel þunglýndi, það er oft ómeðvitað ef við erum ekki vakandi fyrir því.

Margir hugsa að þeir geti ekki glatt mann og annan og séu einfaldlega öðrum til ama, en það er bara alls ekki rétt. Við megum ekki gleyma því að bara það að vera til staðar gefur og gleður mikið. Hafa vilja til að gera eitthvað gott fyrir sjálfan sig, leita sér aðstoðar ef með þarf. Það er engin að dæma okkur nema við sjálf. Af hverju að vera að kvelja sjálfan sig meira en þarf þar sem hjálpin er til staðar allt um kring, hjá fjölskyldu, vinum.

Besta gjöfin er að okkur líði vel og vita til þess að einhver er að gera gott fyrir sjálfan sig, það er það sem gleður mest.

Við megum ekki velta okkur upp úr því að þó að við höfum gefið lítið eða ekkert síðustu jól eða jólin þar áður, að ætla að bæta það upp núna og lenda svo í skuldasúpu og líða illa með það. Það vill enginn. Fjölskyldan þín vill ekki að þú steypir þér í skuldir til að gefa henni gjafir, fjölskyldan þín vill að þér líði vel og að þú farir vel með sjálfan þig, það er stærsta og besta gjöfin.

Ef þig langar til að kaupa gjöf þá þarf hún ekki að vera risa stór eða svaka dýr til að gleðja, hugurinn á bak við hana skiptir mestu máli.