Desemberdagur í Kerhrauni, fallegur og húsin líka

Jafnvel þó jólamarkaðurinn hafi tekið enda og verið yndislegur í alla staði þá var sælan ekki á enda því ákveðið var að slá til og sofa eina nótt í Kúlusúk þar sem veðrið var svo gott.

Þegar tekið var til við að elda kvöldmatinn þá breyttist kúlan fljótt, í staðinn fyrir að gluggar væru hélaðir þá tóku að falla dropar niður og það lá við að hjónakornin yrðu að fara í regnagalla meðan borðað var, ekki tók betra við þegar „Dans, dans, dans“ byrjaði í sjónvarpinu, þá breyttust útsýnið úr gleraugunum við hvern andardrátt.

Stutt samantekt er að í heildina hafi þetta verið frábær nótt þó hitinn hefði mátt vera meiri.

 

Kúlusúk er dulúðleg, ekki satt?

Þegar birta tók af degi þá blasti við þvílík fegurð og litadýrðin var svo mikil að ekki var annað hægt en að skella sér í hlý föt og fara og mynda pínulítið á svæðinu.

 


.
.
Búrfellið fagurt og frítt
.
.Máninn fór ekki fullur um heiminn heldur mátti greina smá brot
af honum á himninum
.
.
nýtt ljósatré sem sést í myndavélinni
.
.
Suðrið er sætt
og svo koma myndir af jólaljósum í Kerhrauni
.

.

.

.