Haustverkin heilla, á því er engin vafi, drífa sig bara af stað

Hver gleymir ekki ár eftir ár að planið var að henda niður nokkrum laukum til að fá þá upp að vori og minna á að sumrið er að koma, allavega er ég ein af þeim og það þarf eitthvað stórkostlegt til að ýta við mér. Nú hef ég verið vakin upp af Steinunni því hún setti niður hvorki meira né minna en 40 Kókusa og nú þarf ég að kaupa mér helst 41 og skella niður um helgina.

Hér koma stuttar upplýsingar um lauka.

Túlípanalaukarnir, páskaliljur, krókusar, vetragosar og perluliljur eru meðal fjölda laukategunda sem blómstra í vor eða fyrri part sumars. Laukarnir eru settir niður á haustin, í september og október, svo þeir geti byrjað að senda út rætur í moldinni á meðan ekki er komið frost í jörðu. Þannig eru þeir tilbúnir til að vaxa upp strax og hlýnar á vorin. Dýptin niður í moldina á að samsvara tvisvar til þrisvar sinnum þykkt lauksins en laukarnir geti verið mjög misstórir eftir tegundum. Bilið á milli laukanna er svipað og þykir fallegra að setja þá marga í þyrpingar en staka eða í beinar raðir.

tulipani

Næst eru það trjáklippingar og hér er góð lýsing á því sem ekki á að gera. – Ekki klippa trjágróður

Ekki er ráðlagt að klippa á þessum árstíma þær tegundir sem hættir til að smitast af átu eða sveppasýkingu. Sveppir eiga greiða leið í gegnum sár sem koma við klippingu. Á haustin mælast sveppagróin sem orsaka átu, eins og lerkiátu, reyniátu, og gullregnsátu í loftinu. Heppilegt er að klippa limgerði síðsumarklippingu í júlí eða byrjun ágúst og seinni part vetrar og snemma á vorin, frá febrúar og alveg fram í byrjun maí.

Nú er komið að mínum uppáhaldsleiðbeiningum, sem sé haustgróðursetning og skiptingu plantna.

Haustið er ekki síður góður tími til gróðursetninga en vorið. Þá er líka tilvalið að flytja eða skipta fjölærum jurtum. Plönturnar hafa lokið vexti en ræturnar taka við og vaxa síðan fram í frost og ná að koma sér fyrir á nýjum stað. Plöntur gróðursettar á haustin verða síður fyrir þurrkskemmdum en plötur sem gróðursettar eru í maí-júní.

Við flutning á stórum fjölæringum þarf að stinga umhverfis plöntuna með beittri skóflu og moka jarðveginum frá allan hringinn. Síðan er stungið undir plöntuna allan hringinn og henni lyft til hálfs og sett undir strigi eða plast og síðan er plöntunni lift upp hinum meginn og plastið eða striginn dreginn undir alla plöntuna. Síðan er bundið saman um rótarköggulinn og plantan flutt. Svo einfalt er það.

Flutningur-trja_

Hver vil drepa nýju plöntuna sína, enginn. – Nýjum plöntum skýlt

Nauðsynlegt getur verið að skýla nýgróðursettum og viðkvæmum sígrænum plöntum yfir veturinn, t.d. lyngrósum, þyn, greni, furu og eini. Þessar tegundir þarfnast skýlingar þar sem þær eru á skjóllausum stöðum opnar fyrir veðri og vindum. Sígrænn gróður er viðkvæmur fyrir þurri norðanátt og síðvetrarsólinni sem þurrkar barrið og á þetta einkum við um ungar plöntur vegna þess að rætur þeirra liggja grunnt í jörðinni og þær nái ekki í vatnið fyrir neðan frostið.

skyling

Þessa aðferð hefur Hallur þaulreynt..))

Þetta er á Top 10 hjá mér og hef fjallað um þetta ótal sinnum, gera það líka núna – Fræsöfnun.

Í haust virðist vera nokkuð að fræjum og tilvalið að safna fræjum af runnum, trjám eða fjölærum jurtum og sá eða geyma til vorsins. Reyniber, yllir og fjöldi fræja af runnum auk berjafræs er annað hvort hreinsað og geymt eða sáð beint í bakka með aldinkjötinu og setja út í vermireit eða þar sem mýs ná ekki til. Reklar birkis og elris og köngla lerkis, grenis og furu. Fræinu er safnað í september og fram í október og þurrkað við stofuhita í nokkra daga, geymt í ísskáp til vorsins og sáð þá.

Birki má sá beint út í náttúruna og ágæt reynsla er af því að sá furufræ í keilur.
Gullregn-

Þetta eru reklar af Gullregni

Gangi ykkur vel í haustverkunum