Guðbjartur í skjólgirðingaham 9. júlí 2014

Sagarhljóð hafa heyrst í allan dag í nágrenni fréttaritarans, því var farið og kannað hvað væri í gangi og kom í ljós að Guðbjartur var í akkorði við að setja upp skjólgirðingu, það verður að segjast að honum tókst mjög vel til enda vanur maður og alltaf glaður.

Af veðri er það að frétta að nú kl. 22:13 er veðurguðinn í sama farinu og það sést ekki út vegna þoku og rigningar en þetta eru nú varla fréttir lengur.

Fremur rólegt er þessa dagana í Kerhrauninu enda allir að bíða eftir …)))

gudbjartur