Kerhraun

G&T dagurinn 30. maí 2020 – Framkvæmd

Mæting kl. 12:00 á „Úti móa“ leiksvæðinu þar sem byrjað verður á pylsupartýi, en ef smá væta verður þá er grillað  við gáminn sem er við beina kaflann en munið að það væri gott ef fólk meldaði sig inn svo ekki verði fjárfest í einum pakka af pylsum.

Endilega takið með ykkur skóflur og svo auðvitað góða skapið ykkar og að vanda vöndum við okkur við gróðursetninguna….)))) en liggjum bara ekki á bakinu og sleikjum sólina.

Enn er komið að þessum skemmtilega degi okkar Kerhraunara, G&T deginum sem allir geta verið sammála um að afrakstur fyrri ára sé orðinn mjög sýnilegur og svæðinu okkar til mikillar prýði jafnvel þó veturinn hafi verið þessum greyjum til ama en þau sem lifa munu spjara sig.

Þetta er ekkert öðruvísi í ár nema að flöskusjóðurinn gerir það að verkum að úr honum urðu 70 Stafafurur sem allar verða gróðursettar á útivistarsvæðinu og holur verða teknar daginn áður og Græna þruman mun létta á fólki með því að keyta mold eins nálgt og mögulegt er.

Þetta hefur og heldur áfram að vera skemmtilegur og gefandi vinnudagur og góð samvera hér í Kerhrauni.

Það hefur verið til margra ára sameiginlegt markmið okkar að hafa svæðið okkar fallegt og notalegt og við vitum að eftir því er tekið hversu svæði er fallegt og vel frá öllu gengið, en það gerist ekki af sjálfu sér. Nei það gerist með vinnuframlagi þess fólk sem svæðið byggir.