G&T dagurinn 2019 verður haldinn laugardaginn 1. júní nk.

Enn og aftur er komið að okkar sameiginlega vinnudegi sem er ekki bara skemmtilegur heldur gerist það þegar fólk kemur saman þá kynnumst við hvort öðru og það myndast tengsl sem jafnvel leiða til mikillar vináttu sem er svo yndislegt.

Í ár verður dagurinn haldinn laugardaginn 1. júní og það verður á mörgu að taka og því nauðsynlegt að þið kæru KERHRAUNARAR gefið ykkur tíma til að koma í gróðursetningu og fegrun á okkar annars fallega svæði. TÍMASETNING AUGLÝST SÍÐAR.

Því ekki að skella sér í Kerhraunið, sýna sig og sjá aðra og ekki síst leggja sitt að mörkum. Við ætlum að vera dugleg þennan dag og gróðursetja flöskutrén okkar sem eru 60 stk Stafafurur og 50 stk potta af Gráelri frá því í fyrra. Svo á að ráðast á Lúpínuna við rafmagnshliðið og líka í gilinu og reyna að eyða henni með öllum þeim aðferðum sem okkur dettur í hug, jafnvel nagdýrum……)))

Gróðursetja á sumarblóm, mála skiltið, festa Kerhrausskiltið upp við grindarhlið, lappa upp á Kerbúðina, týna drasl og mikið er þetta nú að verða skemmtilegur listi.

 

Þennan dag er hægt að skvetta úr klaufunum langt fram eftir kvöldi þó innan skynsemismarka..)), það er mikið um að vera í GOGG. Sjá neðar.

 

Stjórn vill ítreka að í ár þurfum við margar hendur og því biðlum við til ykkar að koma og leggja hönd á plóg og eftir erfiðið þá er partý hjá Sóley, gerist ekki betra.

 

BORG Í SVEIT 1. JÚNÍ 2019
Borg í sveit er hátíðardagur í sveitarfélaginu en þann dag taka fyrirtæki, bændur og einstaklingar í sveitarfélaginu höndum saman, hafa opið hjá sér og bjóða gesti og gangandi velkomna í heimsókn.

Finna má viðburðinn á Facebook undir: Borg í sveit [2]

Um kvöldið verða svo tónleikar í Félagsheimilinu Borg með dúettinum Hundur í Óskilum klukkan 20:30.