Því fylgja alltaf annir þegar G&T dagurinn er skipulagður og að mörgu að hyggja, það hefur verið vaninn í gegnum árin að bjóða félagsmönnum að kaupa plöntur á sama tíma og í seinní tíð hefur Flúðamoldin verið í boði líka til að allar plöntur hafi nú góða næringu fyrir komandi framtíð enda veitir ekki af þar sem jarðvegur í Kerhrauni er ekki næringaríkur.
Alltaf er það sama óskin sem kemur upp í hugann á hverju ári þegar G&T dagurinn nálgast „vonandi verður gott veður“ og má deila um hvað er gott og hvað ekki , eitt er þó víst að þó „veðurstjóri Kerhraunsins“ sé upptekinn við annað þá er „varaveðurstjórinn“ á vaktinni.
Í ár bauðst Kerhraunurum að kaupa bæði frá Skógræktinni og Kjarri en þau tré eru stundum nefnd af mér „heimatamin tré“ svo vel er hugsað um þau. Fjöldi nýtti sér tilboðin og gaman að segja frá því að fólk sem ekki býr á svæðinu hefur spurst fyrir um hvort það geti fengið að vera með í tilboðinu. Flúðamoldin er líka vinsæl og ekki skemmir að hún er keyrð heim á hlað í sekkjum þannig að hægt er að geyma það sem ekki er notað þetta árið.
Það er ekki að undra að hjónakornin Ómar og Guðný brosi út að eyrum enda ekki mikið af trjám hjá þeim sem eru stærri en þau….))))))) en falleg eru þau öll á myndinni
Eins og venjulega gerist allt á sama tíma þegar að afhendinu kemur og föstudagurinn var kominn á fullt kl. 17:00, þá vorum við hjónum á 100+..)) austur til að ná í rassinn á moldarbílnum og vorum rétt á undan honum og rétt byrjuð að segja til þegar næsti bíll skall á með aspirnar, nú voru góð ráð dýr, hringdi ég í Svein Örvar og tók hann við kyndlinum af mér og lóðsaði bílstjórann eftir teikningu og fékk þetta þá líka heljarinnar hrós frá honum að hann gæti verið farinn að vinna í Flúðasveppum eftir smá tíma..)).
Á slaginu 19:00 var afhending trjáa frá Skógræktinni og það verður að segjast eins og er að það var bara hamagangur á planinu þega fólk kom og auðvitað fengu allir „fallegustu“ plönturnar og fóru sælir heim.
Fanný og Hörður á góðri leið með að búa til Hallormsstaðaskóg hjá sér. Skrúður búinn, hvað kemur næst?
„Erfðaprinsinn“ mættur í slaginn enda handboltatíðin búin og ekkert annað að gera en að gróðursetja tré… með mömmu og pabba. ))))))))))))
Formaðurinn reyndi að vera stærstur en tókst ekki – stafafuran vann hann og enn brosir Guðný.
Eftir kvöldmat fóru svo Finnsi og „Græna þruman“ og grófu um 50 holur fyrir trjánum sem félagið ætlaði að setja niður daginn eftir, því miður er neðangreind mynd eldri.
Laugardagurinn rann upp með látum eða rétt upp úr kl. 4 um nóttina, ástæðan, jú áhyggjur að hafa kannski ekki pantað eitt tré sem góð kona hafði nefnt að hana vantaði,,)) og þegar mér var að takast að sofna þá gall síminn, „halló, halló, ég er við rafhliðið með tré, viltu opna“? og auðvitað opnaði ég, skreyddist í buxur og peysu og út í bíl. Afskaplega er þetta nú falleg sjón á hvaða tíma sólarhringsins sem er.
Formleg dagskrá var auglýst kl. 13:00 en vitað var að margir voru forfallaðir enda útskriftarhelgi í skólum og sumir erlendis eða að gera annað og þeim er þakkað innilega fyrir að láta okkur vita. Auðvitað vonar stjórn ár eftir ár að það komi ný andlit í hópinn sem varð svo raunin núna, það verður samt að segjast eins og er að það er mikið sama fólkið sem leggur sig fram ár eftir ár að koma og stuðla að fallegra Kerhrauni. Í samfélagi eins og okkar þá eru svo margir hlutir sem við verðum að gera sjálf til að allt sé snyrtilegt og fallegt að það er ekki vanþörf á að fleiri komi að borðinu.
Hér má sjá hluta hópsins sem sá um að gróðursetja við veginn og í „Út´í móa“ og stóð sig með mestu prýði enda valinn maður/hundur í hverju rúmi.
Ljósmyndaranum tókst því miður ekki að komast meðfram girðingunni til að mynda hópinn sem þar var að gróðursetja aspirnar en náði nokkrum myndum þar sem menn millifærðu mold úr sekknum yfir á kerru og svo koll af kolli.
Hallur keyrði með barnabarnið sér við hlið með moldina til hópsins sem þeytti henni í holurnar, dansaði steppdans og beið eftir næstu ferð.
Haldið var stanslaust áfram og ekkert gefið eftir end lauk gróðursetningunni á mettíma. – Asparliðið fær 10 stig.
Sumir voru alls ekki æstir í að láta taka af sér myndir þrátt fyrir að koma svona fjandi vel út á mynd og Steini kann sko að gróðursetja.
Brasið hélt áfram við að ná moldinni úr sekknum en Darri og Finnsi tóku þessu með jafnaðargeði, ekkert stress hjá þessum vestmannaeyjingum.
Á hverju ári hefur einhver blómastúlka fegrað við Kerbúðina og skiltið og engin undantekning þetta árið nema að þær eru orðnar tvær og þær eru nú meira en lítið „Blómastúlkulegar“ þær Tóta og Guðný.
Svo fer Fanný ekkert smá vel að vera „vatnsberi“ og verður örugglega í þessu hlutverki næstu 30 árin. Tóta á þakkir skyldar fyrir frábært val á blómum og allar þrjár voru duglegar og rosa flott að sjá.
Margir tóku eftir því að fánastöngin brotnaði í einu vonda veðrinu sl. vetur og hver annar en Viðar tók að sér að laga hana, Lára gjaldkerinn okkar tók að sér að gróðursetja blóm í kringum fánastöngina. Takk kæru hjón þetta er frábært og ekki ráðlegt að kjósa ykkur bæði í þessi verk næstu árin því auðvitað á stöngin ekki að brotna aftur..))
Þar sem flott rennibraut kostar um 500.000 kr. var ákveðið að betra væri að sleppa því að setja hana upp í ár þar sem samþykkt var eingöngu 250.000 kr. og í staðinn fyrir var keypt notuð rennibraut og verður henni komið fyrir í júní og séð til hvað hún endist en við skemmtum okkur við að koma henni á staðinn og hluti hópsins pældi í staðsetningu á meðan aðrir hjálpuðust við að koma vatni á staðinn en Darri er svo heppinn að vera með „langa slöngu“ og fengu því trén nóg að drekka.
Nú var komið að því að skella sér á pallinn til Sóleyjar og Gunna og gæða sér á pyslum með öllu og skola niður með gosi, (félagið er sko að safna flöskum til að geta keypt fullt af krúttbolum næsta ár til að gróðursetja). Að vanda stóð Sóley vaktina og gerði það með sóma.
Allt fór þetta vel og dagurinn leið og nú er ekkert annað eftir en að þakka ykkur sem mættuð og gerðuð daginn að því sem hann varð. Takk innilega fyrir og sjáumst að ári.