Dósasöfnun Kerhraunara – Vísir að frumskógi framtíðarinnar

Eins og sjálfsagt flest ykkar sem koma reglulega í Kerhraunið vitið þá fékk félagið lánaðan flöskugám hjá skátunum til að safna í og er hann til mikillar prýði. Eina sem við leggjum út í staðinn er að við skilum öllum flöskum í Árbæjarskilastöð og þá fá skátarnir % af skilunum en við 100% greiðslu fyrir því sem við skilum.

Þetta er sem sé söfnunarátak okkar Kerhraunara til að fá pening til að umbreyta síðan í „Frumskóg Kerhraunsins“.

Fyrstu skil hafa átt sér stað á 442 dósum og eitthvað bættist við um helgina sem drukkið var á G&T deginum. Til þess að þið getið fylgst með þá er hægra megin á heimasíðunni „Dósasöfnun Kerhraunara“ og þar er hægt að fylgjast með hvernig átakið gengur. Er það von stjórnar að meðal vor sé mikið af keppnisfólki sem taka vill þátt í þessu átaki.

IMG_3250