G&T dagurinn 2014 – gróðursetningin

Þarf nokkuð að taka fram hvernig veðrið var þann daginn, er ekki bara komið nóg af svoleiðis yfirlýsingum?. Auglýst dagskrá gróðursetningar var kl. 13:00 og satt best að segja datt stjórn það í hug að það yrðu ekki margir sem kæmu út af v……, það kom í ljós síðar að stjórn var ekki sannspá því fólk tók að drífa að úr öllum áttum.

Það er heilmikill undirbúiningur sem þarf að eiga sér stað fyrir svona dag, trjápöntunin var stærsti hlutinn, fá flutning á trjánum, panta mold, ákveða staðsetningu plantna, merkja holurnar, grafa holur, jarma í fólki að koma með réttu tólin og skipuleggja veitingar sem enginn meldar sig í…….)

Spraydrotting 2014 var Fanný ritarinn okkur og var ekki lengi að úða bæði á jörð og neglur þrátt fyrir að vera komin með einhvern óþverra í hálsinn.

P1020526

Anna og Reynir kíktu við til að vita hvort allt væri ekki á plani og Reynir hlakkaði mikið til að fá að púla þessa helgi, eða þannig.

P1020527

Anna í svaka stuði en Fanný ekki alveg að meika það, reif þó klútinn frá andlitinu til að vera jafn kát og Anna.

P1020528

Smári sá um holurnar að vanda enda maður vanur, hér sést hann taka fyrstu skóflustrokuna inn á leiksvæði framtíðarinnar í Kerhrauni.

P1020542

Jói Ásbjörns var svo sætur að koma með fjórhjól og kerru til að létta undir og keyrði hann ásamt vini sínum sem með var í för allar aspir á sinn stað og grenitrén líka og ekki nóg með það heldur var hann líka iðinn við að keyra tré heim til fólks sem pantað hafði. Fanný bauð hann sérstaklega velkominn í þetta verkefni…)))))

P1020487

Í ár sáu Steini og Gunni um sjálfa gróðursetninguna og Sóley um meðlætið, enda þarf alltaf að sjá til þess að allt gangi nú smurt fyrir sig. Auðvitað rúlluðu þau þessu upp og nú prýða nýju plöntur Kerhraunið og í ár þurfti ekki að vökva. Þeim eru færðar innilegar þakkir fyrir þeirra framlag.

P1020567

Annar verkstjórinn er ábyrgðarfullur á svip enda tekur hann sitt hlutverk alvarlega og er þrælvanur.

Hinn verkstjórinn fannst ekki en hér fylgir mynd sen tekin var daginn áður af honum, Gunni er mikið blómabarn.

P1020464

„Amma myndar“ stóð sig nú ekki sem best í myndatöku gróðursetningarinnar en gaf sér tíma til að hlaupa einn hring og hér fylgja með nokkrar myndir

P1020566

Anna enn í bana stuði með þessa þá flottu design húfu

P1020561

Steinunn komin í gallann og til í allt, eða næstum allt

P1020559

Mætt að vanda ELLIN TVÖ
Lúllí og Lovísa hafa undanfarið verið að kynna sér reglugerðir um hæð trjáa og útkoman er stórkostleg á lóðinni þeirra

P1020565

 Unnur er farin að dansa brakedans í þúfunum

P1020568

Blómadrottningar Kerhraunsins í ár vor þær Tóta og Fanný og skreyttu þær allt sem fyrir varð
svakalega krúttleg aðkoma og á ekki marga sér líka

P1020569

Eins og sjá má á þessum fríða hópi sem var að leita að fleiri tækifærum í gróðursetningu þá var þessi dagur frekar votviðrasamur en vonandi gátu þau yljað sér aðeins við pylsur og meðv´í hjá Sóley og Gunna.

Það er von stjórnar að enginn láti það hafa áhrif á sig þó veðurguðinn sé með einhvern derring og við höldum ótrauð áfram í framtíðinni að gera fallega Kerhraunið okkar enn fallegra og stjórn þakkar þeim sem tóku þátt í þessu verkefni kærlega fyrir að gefa sér tíma til að koma og vera með.

Fleiri myndir frá gróðursetningunni verða settar í albúm seinna. Takk fyrir góðan dag.