Göngustígagerð – smá óþægindi fylgdu með

Finnsi fór í það að keyra rauðamöl í göngustíg sunnudagsmorguninn 13. júlí 2014 sem er kannki ekkert merkilegt heldur það að hann varð hreinlega fyrir árás meðan á keyrslunni stóð. Jú, eftir miklar rigningar þá kom uppstytta og við af stað, viti menn það var hreinlega ekki verandi úti fyrir ágangi flugna.

Öll net voru sett upp og reynt að keyra hraðar en flugurnar virðast elska útblástur „Grænu þrumunnar“ og þá aðallega vinstri fótinn því bensínfóturinn slapp alveg. Finnsi ákvað að harka þetta af sér og klára en nú er hann allur dílóttur.

 

finnsimy

Þar sem hann tók það ekki í mál að fara í myndatöku hjá fréttaritara Kerhraunsins þá varð að finna svipaða mynd og hún fengin að láni,…))) en svona er nú karlinn minn að neðanverðu þennanndaginn.

finnsibit